24.6.2009 | 21:57
Stuðningur við Ásdísi Auðunsdóttur
Ég vil byrja á því að lýsa yfir miklum stuðningi við Ásdísi Auðunsdóttir veðurfræðing sem steig fram og kvartaði yfir einelti í sinn garð hjá Veðurstofu Íslands við sitt stéttarfélag. Það er mikið búið að gerast áður en þetta skref er stigið og Ásdís hefur verið búin að líða mikið. Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur er vissulega sigur að því leiti að eineltið er staðfest. Bótaupphæðin er hins vegar til algjörrar skammar bæði fyrir dóminn og ríkið. Þegar einhver hrekst úr starfi, er það lágmarks krafa að halda launum í uppsagnarfresti auk mun hærri bóta. ég óska Ásdísi alls hins besta og vona auðvitað að hún ákveði að áfrýja þeim hluta dómsins sem snýr að fébótum.
Einelti á vinnustöðum er langt um algengara en við gerum okkur almennt fyrir. Ég var um árabil að vinna hjá Stéttarfélaginu Samstöðu á Hvammstanga og þetta voru alerfiðustu málin sem upp komu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
154 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
innlitskvitt -
Gott hjá Ásdísi - maður tekur ofan fyrir svona konum, en þessar bætur eru bara grín -
Sigrún Óskars, 24.6.2009 kl. 22:23
Heil og sæl; frú Hólmfríður - sem, þið önnur, hér á síðu !
Þakka þér fyrir; að taka svona drengilega, upp þykkjuna, fyrir þessa ágætu frænku mína, af Vatnsleysustrandar kyni.
Þó; sjaldan beri okkur gæfa, til samþykkis, stjórnmálalega, frú Hólmfríður, að þá kann ég að meta velvild, sem liðveizlu þína, þá sannað er, að væn kona, sem Ásdís Auðunsdóttir hefir verið órétti beitt, af hálfu illyrmis kerlingar þeirrar, sem maklegra málalykta bíður - ef ekki senn; þá síðar.
Við Kveldúlfs niðjar; gleymum ei, svo gjörla, misgjörðum annarra, í garð frændfólks okkar, svo sem.
Með beztu kveðjum; norður í Húnaþing, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 22:32
Þeir voru klaufalegir á Veðurstofunni að leysa ekki þetta mál innan dyra. Málið hefur fordæmisgildi um að stjórnendur þurfa að vanda sig.
Ásdís er baráttukona og fer samt ekki fram með neinu offorsi í málinu. Ég hef alltaf kunnað vel við hana við að lýsa veðurfregnum. Sem fyrrum bóndi fylgist ég oftast með veðurfregnum og spá sjálfur þegar annað þrýtur
Þorsteinn H. Gunnarsson, 24.6.2009 kl. 22:44
Flott hjá Ásdísi að hafa unnið þetta mál. Frábært. Hún átti það sko alveg inni. Það var brotið á hennar rétti. En hún fékk bara allt, allt of lágar bætur vegna þessa verknaðar. Það er mitt álit. Hafðu það gott.
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 20:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.