Röng fullyrðing um Icesave

Hinir lærðu hafa blásið sig verulega út vegna þess að Ríkisstjórnin sé með samningnum við Breta og Hollendinga að viðurkenna skuldbindinu okkar Íslendinga vegna Icesave reikninganna. Þarna fer hver eftir annan með rangt mál og VEIT BETUR.

Þegar Davíð Oddsson kastaði því fram í reiði sinni í Kastljósviðtalinu (sem betur hefði aldrei farið í loftað) að við Íslendingar mundum ekki borga skuldir óreiðumanna í útlöndum. Hann getur vel hafa haft þá persónulegu skoðun að ekki ætti að borga, en það verður að gera þá kröfu að einstaklingur í opinberu starfi, blandi ekki saman eigin skoðunum og reglum í milliríkjaviðskiptum.

Sú fullyrðing að Íslendingar séu með þessum samningi að viðurkenna skuldbindingu sína vegna Icesave reikninganna er röng því  samkomulagið við Breta og Hollendinga snýst aðeins um uppgjör ábyrgðar íslenska ríkisins vegna lágmarkstryggingar innstæðna á ESS svæðinu. Þrátt fyrir að önnur sjónarmið hafi heyrst í umræðunni hér innanlands í kjölfar hruns bankanna hefur í reynd verið gengið út frá þessari ábyrgð frá upphafi í öllum áætlunum og yfirlýsingum íslenskra stjórnvalda:

Ég hlýt því að gera þá kröfu til fólks sem er að vinna fyrir okkur þegnana, alþingismenn, lögmenn o. fl. að þeir gapi ekki um svona mál af sama ábyrgðarleysi og áður nefndur Davíð Oddsson.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Innilega sammála. En vitleysan er komin af stad og verdur varla stödvud.

Gísli Ingvarsson, 23.6.2009 kl. 19:34

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Veist þú svo mikið um Icesave samninganna að þú getir afgreitt þetta allt sem fram hefur komið sem einhverja vitleysu?

Jóhann Elíasson, 23.6.2009 kl. 21:20

3 identicon

Ég er hjartanlegga sammála þér Hólmfríður mín. Við gætum þurft að borga aukalega 300 miljarða ef við göngum ekki að þessu samkomulagi t.d.!!! Eigðu góðan og ljúfan dag.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 10:57

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég hlýt  að gera þá kröfu til Ríkisstjórnarinnar að hún gangi ekki að samningum sem munu kosta mannslíf, heilsu fólks og hnignun íslenskrar menningar til þess að bjarga fjármálakerfum og ganga erinda erlendra valdhafa því slíkt er siðleysi

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 24.6.2009 kl. 18:47

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Áróður í stjórnmálum nú um stundir er svo svæsinn og yfirdrifinn að þar eru mörkin komin langt útfyrir allt velsæmi. Í stað þess að standa saman í að byggja upp nýtt þjóðfélag, hamst nú stjórnarandstaðan við að spylla sem allra mest fyrir því sem verið er að gera.

Ástæður þess eru ekki hagsmunir fólksins í landinu, heldur hagsmunir valdahópa eins og ég get um í færslunni.´

Jakobína ég er fyrir löngu hætt að botna í þeim neikvæða áróðri sem þú hefur uppi. Neikvæður málfluttningur um allar þær umbætur sem verið er að gera til uppbygginar samfélagsins, sem hafður er uppí samfélaginu er mun varasamari, en samningur um viðskipti milli landa þó háar tölur séu þar á blaði.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 24.6.2009 kl. 19:16

6 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

... að ganga erinda erlendra valdhafa.... er það að vilja leysa mál sem við berum ábyrgð á í samningum við okkar helstu viðskiptaþjóðir ?

Jón Halldór Guðmundsson, 24.6.2009 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

154 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband