Þegar vísvitandi er sagt annað en það sem raunverulega er rétt

Mikið hefur verið fjasað um lánasamninginn við Breta og Hollendinga. Þar hefur hver spekingurinn eftir annan stigið fram og sagt lærðar setningar með ábyrgar miklu augnaráði. Ég sem flokksbundin í Samfylkingunni er áskrifandi að vefritinu Rauði þráðurinn. Í pósti frá gærdeginum segir:

Mikið veður hefur verið gert út af ákvæði um að Ísland afsali sér friðhelgi vegna fullveldisréttar og fullyrt að þar með geti bresk stjórnvöld gengið að hvaða eigum sem er. Staðreyndin er sú að svona ákvæði um "waiver of sovereign immunity" er regla í lánasamningum milli ríkja og tíðkast m.a. í öðrum lánasamningum sem Ísland hefur gert eða er að vinna að. Ástæðan er sú að þetta er eina leiðin sem lánveitandi hefur til að koma ágreiningi vegna endurgreiðslu fyrir dómstóla. Án þessa ákvæðis er lántökuríkið ónæmt og varið á bak við fullveldisrétt sinn og sá sem afhent hefur fjármuni á engin úrræði því eitt ríki dregur ekki annað ríki fyrir dóm nema með samþykki beggja aðila.

Svo mörg voru þau orð og mér er til efs að þetta ákvæði sé alveg nýtt á nálinni, enda er talað um að  - ákvæði um "waiver of sovereign immunity" er regla í lánasamningum milli ríkja og tíðkast m.a. í öðrum lánasamningum sem Ísland hefur gert eða er að vinna að.

Hér er því verið að þyrla upp pólitísku moldviðri til að hrella almenning og gera hann andsnúinn núverandi ríkisstjórn. Þarna eru gömlu valdablokkirnar að siga fram öllum þeim sem þær halda að almenningur trúi. Hagsmunir þjóðarinnar eru ekki stóra málið í þeirra huga, heldur þær eignir og önnur ítök sem valdablokkirnar sjá að verið sé að "skemma". Völdin skipta öllu - ekki þjóðin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

154 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband