Horfum á sigrana

Sjálfsskoðun okkar, kjaftasögur sem ganga manna á milli og fjölmiðlun að stærstum hluta er byggt á frásögnun af því sem miður hefur farið. Minna fer fyrir sigrum (nema í íþróttum) og hvers konar jákvæðri umfjöllun. Þegar sagt er frá atburðum eða öðru er dregin upp dökk mynd af málinu.

Umfjöllun um samning okkar við Breta og Hollendinga er gott dæmi um slíkt. Þar er reiknaðar út verstu niðurstöður, greinar samningsins hártogðar út í ystu myrkur og fólk tekur þetta sem sannleik.

Ég hef ásamt fleirum verið að byggja upp ferðaþjónustufyrirtæki og vissulega hefur gengið á ýmsu eins og gengur. Í þessu ferli eru margir sigrar og nú er ég að fara yfir málið svona fyrir mig og þá verða sigrarnir tíundaðir rækilega. Hitt verður skoðað sem atvik sem læra má af.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Hólmfríður mín.

Maður vill nú að þessu rugli og blaðri fari að ljúka hérna í þjóðfélaginu. Það er að mínu mati komið nóg af erfiðleikum hjá íslensku þjóðinni. Við höfum þurft að þola margt í gegnum tíðina. Það er bara komið nóg hérna á þessu landi okkar.

Með bestu kveðju Hólmfríður mín. Eigðu gott og ljúft kvöld.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 20.6.2009 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

154 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband