Rifið hús

Hús var rifið á Álftanesinu í gær eins og þjóðin veit í dag. Fólk segist skilja manninn og sumir eru meira að segja glaðir yfir tiltækinu. Ég er hvorki glöð eða skilningsrík því mér finnst þessi aðgerð í einu orði sagt, fáránleg.

Maðurinn átti jú húsið og missti það og eigandinn var orðinn annar. Maðurinn var reiður við nýja eigandann og bankahrunið og það get ég skilið, en að láta sér detta í hug að skeyta skapi sínu á húsinu er með afbrigðum fáránlegt.

Við höfum lög í landinu um eignarétt og einnig um viðskipti og þau viljum við að séu virt þegar það hentar okkur. En lögin virka líka þegar það hentar okkur ekki og það dugar ekki að haga sér eins og óþekkur krakki, lögin breytast ekki við það.

Ég hef sjálf misst hús á nauðungaruppboði sem var haldið í stofunni heima hjá mér haustið 1985. Það var nokkuð sérstök stund, en að ég væri reið út í þá stofnun sem krafðist uppboðsins var víðs fjarri. Ég var ekki ánægð með stjórnvöld þess tíma sem létu samþykkja lög um verðtryggingu fjárskuldbindinga í verðbólgu sem var mæld í tugum prósenta.

Þessi einstaka aðgerð stjórnvalda þess tíma, hefur síðan valdið ómældu heilsutjóni fjölda samlanda minna og jafnvel stytt líf þeirra sumra verulega. Reiðin skaðar mest þann reiða og svo hefur það verið um aldir. Þó þessi sannindi séu mörgum ljós eru samt stórir hópar fólks um allan heim sem halda að hægt sé bæta ástand með reiði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér fannst þetta táknræn aðgerð og flott hjá honum að gera þetta. Hafðu það sem best Fríða mín.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 21:13

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Er einhver munur á aðgerðaleysi stjórnvalda 1985 og 2009?  Verðtryggingin er óbreytt.

Jóhann Elíasson, 19.6.2009 kl. 07:26

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Jóhann

Já það gríðarlega mikill munur því nú er verið að vinna að því hörðum höndum að koma böndum á ósköpin, en þá var bara lítið á þá sem ekki stóðu sig sem óreyðufólk og slóða. Þegar við svo göngum í ESB fer verðtryggingin og kemur ekki aftur, vextirnir lækka og verða eins og hjá öðrum Evrópuríkjum og svona mætti lengi telja. Við erum að byggja upp lýðræðislegt samfélag jöfnuðar og félagshyggju. Það höfum við ekki haft áður á Íslandi frá stofnun lýðveldis 1944.

Konur eru líka að taka æ meiri þátt í stjórn landsins auk fyrirtækja og stofnana og það er MJÖJ góðs viti.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 19.6.2009 kl. 20:40

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hólmfríður, ég er orðinn svolítið þreyttur á þessari LYGI ykkar Samfylkingarfólks varðandi ESB, þið segið að vextir lækki, matvöruverð lækki, við losnum við verðtrygginguna o.fl og fl. en allt er þetta tóm bábilja og hangir saman við það að EVRA yrði tekin upp hér á landi en málið er að við uppfyllum ENGIN skilyrði til þess að taka upp EVRU og til að hressa aðeins upp á minnið hjá þér verð ég að minna þig á að matvælaverð hefur HÆKKAÐ í ÖLLUM löndum sem hafa tekið upp EVRUNA.

Jóhann Elíasson, 19.6.2009 kl. 22:06

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þú veruð bara að vera með þessar bábiljur þínar áfram. Samfylkingin er ekki að skrökva neinu, þetta eru bara staðreyndir sem blasa við öllum þeim sem vilja skoða málin með opnum huga. Það sem ríkisstjórnin er að gera núna er fyrsta skrefið til að uppfylla kröfur um rekstur ríkissjóðs, kröfur sem m.a. ESB gerir og eru forsenda þess að heilbrigði efnahagslífsins verði staðreynd.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 20.6.2009 kl. 15:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

154 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.7.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 110689

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband