Hin stórlega ofmetna ógn - Icesave

Það er ekki ofsagt að Icesave samningurinn sé að gera marga að öpum þessa dagana, bæði innan Alþingis og utan. Þó það sé margviðurkennt að sérfróðum bæði hér og erlendis að eignir Landsbankanns dugi að mestu fyrir þessum innistæðum, þá hamast hópur fólks við að mótmæla og andmæla með öllu mögulegu móti. Það heldu því blákalt fram að skuldin muni ÖLL falla á okkar afkomendur, þó gild rök séu fyrir því að svo er ekki. Það samkomulag sem nú hefur verið gert er rökrétt skref á þeirri vegferð að koma okkur að nýju á kortið á alþjóðavettvangi. Hvort og þá hve mikið þarf að greiða til baka eftir 7 ár, getur ENGINN sagt um með neinni vissu.

Sagt er að ríkisstjórnin sé ekki að standa sig í að koma böndum á hlutina og þar sérstaklega talað um vanda heimilanna. Síðan stjórn Jóhönnu Sigurðardóttir tók við þann 1. febrúar hafur margt og mikið verið gert, þó vissulega sé margt í vinnslu og nokkuð ógert ennþá. Aðgerðapakkinn sem nú er í smíðum er stærri en svo að hann sé hristur framúr ermum á fáeinum vikum.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Viið erum sammála um það að margt hafi verið gert, en ekki NÓG. Það er málið. Það er ekki nóg búið að hjálpa skuldsettum heimilium þessa lands. Það vantar örlítið upp á þar. Eigðu góðan og ljúfan dag. Já og til hamingju með daginn. 17.júní.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 10:16

2 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

18.06.2009
Spegillinn í dag

Stefán Már Stefánsson, prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands, einn helsti sérfræðingur Íslendinga í löggjöf Evrópusambandsins, segir Icesave samninginn óvenjulegan og spurning sé hvort stjórnarskráin leyfi að hann sé samþykktur. Hann segir marga óvissuþætti í samningnum og að hann gæti hugsanlega skert fullveldi íslands. Þetta verði þingmenn að hafa í huga og þeir verði að meta hvort samningurtinn feli í sér svo mikið afsal fullveldis að um brot á stjórnarskrá gæti verið að ræða.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 18.6.2009 kl. 20:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

154 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.7.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 110689

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband