Sigmundur Davíð - ertu að fara á límingunum drengur

Sá Sigmundi Davíð bregða fyrir á sjónvarpskjánum í gær og svei mér þá að mér bara brá. Stóð ekki framsóknarformaðurinn æpandi í ræðustól á Alþingi og barði í púltið hvað eftir annað. Hann er ekki alveg að skilja sitt hlutverk þessi maður. Ég hef ekki hugmynd um hvað hann var að tala og þaðan af síður að ég tæki mark á því sem hann sagði.

Þetta minnti mig á ofdekraðan krakka sem ekki fær nammi í búðinni og leggst þá á gólfið með öskrum og spörkum. Yfirleitt er ekki tekið mikið mark á svoleiðis.
Málefni okkar nú eru alvarlegri og stærri en svo að svona dekurstælar séu við hæfi. Maður með enga reynslu í stjórnmálum eða störfum Alþingis er ekki trúverðugur með svona háttalagi verandi þar að auki með gjörspilltan stjórnmálaflokk í fanginu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Ég verð nú seint talinn með aðdáendum Framsóknarflokksins, en ég skil vel að mönnum skuli blöskra og verða reiðir er þeir horfa uppá aðgerða- og ráðaleysi ríkisstjórnarinnar og það að ætla að fjötra þjóðina í þvílíkar hremmingar að ekki verði séð út úr augum í nokkra mannsaldra.

Allt tal Jóhönnu og Steingríms um að bjarga heimilum og fyrirtækjum eru svo mikil öfugmæli að engu tali tekur, maður er gjörsamlega orðlaus yfir framferði þeirra. 

Sigmundur Davíð er bara að fara fram á sama hátt og Jóhanna og Steingrímur hafa gert þegar þau hafa verið í stjórnarandstöðu.

Tómas Ibsen Halldórsson, 16.6.2009 kl. 16:03

2 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Sammála þér Hólfríður.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 16.6.2009 kl. 16:37

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Góð greining, ; ofdekraður krakki!

Sigrún Jónsdóttir, 16.6.2009 kl. 18:25

4 identicon

Er það furða að allir séu að fara á límingunum yfir þessu Icesave máli. Það er verið að hella yfir þjóðina mörg hundruð miljarða á silfur fati. þetta er fáránlegt. Algörlega fáránlegt.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 22:04

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Tómas. Hvaða bull er þetta með nokkra mannsaldra hremmingar. Hver matar þig á upplýsingum. Jóhanna og Steingrímur eru að vinna að því hörðum höndum að bjarga því gríðarlega klúðri sem Sjálgstæðisflokkurinn með dyggri hjálp Framsóknar hefur komið okkur í. Peningamálastefna Davíðs Oddssonar eru aðalorsökin fyrir því hvernig bankakerfið sprakk í höndum stjórnenda og stjórnvalda.

Valgeir. Ótti fólks vegna Icesave málsins er óþarfur þar sem eignir Landsbankans duga að langmestu fyrir skuldinni. Þegar við höfum náð samningum við ESB munum við væntanlega fá tengingu við Evruna og þá ræðst það fyrst hver þessu skuld verður í raun og veru. Gengissveiflurnar sem nú eru, munu þá heyra sögunni til. Það verður gengi krónu gagnvart evru við gerð samninganna sem ræður stöðu ALLRA ERLENDRA LÁNA gangvart okkur íslendingum.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 16.6.2009 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

30 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband