Málflutningur Joly gagnrýndur

Eva Joly þykir nokkuð aðsópsmikil í sínum tillögum um rannsókn á íslenska fjármálakerfinu. Fólk er ekki vant því hér að mál séu skoðuð af slíkri einurð sem hún boðar. Aðstæður eru samt þannig að nú er eðlilegt að leggjast í eina allsherjar naflaskoðun. Það merkir ekki að allir sem stundað hafa viðskipti, hafi framið refsiverð afbrot.

Ég lít svo á að nú sé rétti tíminn til að fara vel yfir alla þessa þætti og skoða vandlega hvað fór úrskeiðis, án þess að flokka vini og vandamenn frá fyrst og kíkja svo á yfirborðið hjá hinum. Þessi skoðun byggist ekki aðeins á því að ná til þeirra sem fóru rangt að, heldur einnig að finna þá veiku pósta sem svo sannarlega eru í því viðskiptamódeli sem notað var.

Hvers vegna eru flestur sem andmæla Evu karlkyns? Ekki hef ég neitt tæmandi svar við því, en tel þó að það byggist að hluta á þeirri staðreynd að viðskiptahugsun karla sé aðeins öðruvísi en kvenna. Konur taka meira undir með Evu og vilja láta skoða málin til hlítar.

Það sama á við um stjórnunarstíl ríkisstjórna Íslands. Það skiptir máli hvort það er karl eða kona í brúnni. Karlinn (GH) var ekki tilbúinn að hreinsa út þar sem krafist var, en konan (JS) tók til hendinni og hefur frá upphafi valdatímans verið í tiltekt sem raunar er aðeins rétt hafin.

Þeir sem eru hræddir við skordýr og pöddur, eru ekki mjög spenntir fyrir að grafa í gömlum skítahaugum, lyktin getur líka verið nokkuð slæm eins og gengur. Það er nauðsynlegt að stinga upp garðinn svo hægt að sá og fá nýja góða uppskeru. Þá er gott að eiga gamlan skítahaug til íblöndunar við hinn frjóa jarðveg garðsins, en til að nýta skítahauginn verður að grafa og grafa, svo einfalt er það.

 


mbl.is Málflutningur Joly gagnrýndur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Kannski að maður ætti að skoða á milli fóta lögmanna sem tjá sig um málið?

Sigurður Þórðarson, 13.6.2009 kl. 13:54

2 identicon

Ég held bara hreint út sagt að það verði engin rannsókn gerð á Íslenska fjármálakerfinU! Afhverju held ég það? Það er vegna þess að við Íslendingar þykjumst alltaf vita meira og betur en allir aðrir sem koma okkur til hjálpar eða aðstoða okkur.

Afhverju er verið að gera Evu Joly tortryggilega. Hún er bara að segja það sem þarf að gera hér á Íslandi. Það er ekkert annað um það að segja.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 13:55

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ágæti Sigurður

Ég held aðklofskoðun sé ekki nauðsynleg enda eru það trúlega heilasellurnar sem ráða viðhorfum frekar en kynfærin. Karlar hafa líka verið mun stórtækari í peningaplottinu og eru þá bara að verja sín vígi.

Valgeir

Ég er mun bjartsýnni en þú og ég er viss um að rannsókn fer fram og hún er reyndar hafin. Nú verður ekki aftur snúið og Eva er búin að kveikja upp í rannsóknarmaskínunni.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 14.6.2009 kl. 01:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

30 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband