Ábyrgð fjölmiðla og neikvæða hliðin á málum.

Ég hlustaði og horfði á fréttir Stöðvar2 í kvöld og þar var meðal annars fjallað um nýundirritaðan samning vegna  Icesave reikninganna. Þar var að sjálfsögðu fjallað um málið frá ýmsum hliðum og ein var sú að er ekkert fengist upp í þessa skuld og að hún yrði greidd að fullu með vöxtum þá væri talan 960 milljarðar eða 12 milljónir á hverja 4 manna fjölskyldu í landinu.

Sannleikurinn í málinu er hins vegar sá að sérfræðingar í Bretlandi telja að eignir Landsbankans muni duga fyrir allt að 99% af skuldinni. Að mínu mati vantaði alveg að reikna þá tölu og segja okkur bestu niðurstöðuna. Nei það var farin svartasta leiðin og reiknað út það sem alls ekki mun gerast að ríkið þurfi að greiða 960 milljarða.

Ef sú spá rætist og sala eigna gengur nokkuð vel fyrir sig og hlutur okkar íslendinga til greiðslu verði 6,6 milljarðar, þá  reiknaði ég dæmið án vaxta og þá er hlutur á hverja 4 manna fjölskyldu í landinu kr 88 þúsund. Með jöfnum greiðslum vegna eigna LB öll 7 árin og með 5% vöxtum væru eftirstöðvarnar um 107 milljarðar og hlutur 4 manna fjölskyldunnar 1,4 millj.

Hefði ekki verið rétt að reikna dæmið í þessa áttina líka og sýna okkur bestu niðurstöður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er það furða að almenningur á Íslandi sé vonsvikin út af Icesave. Þetta er mesta böl sem hefur verið lagt á þjóðina í háa herrans tíð. Þetta er bara fáránlegt. Maður skilur ekki hvað er að hjá okkar annars ágætu ráðamönnum. Ég var nú ekki að kjósa Samfylkinguna í síðustu kosningum til að fá þetta Icesave yfir mig. Þetta er fáránlegt.

En takk fyrir góðan pistil.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 16:28

2 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og sólarkveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 10.6.2009 kl. 12:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

94 dagar til jóla

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband