Merkisdagur þjóðar

Já, mikið er ég sammála félaga mínum Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra að í dag er mikill merkisdagur á Íslandi. Verið að flytja tillögur á Alþingi um aðildarumsókn að ESB. Ríkistjórnin leggur fram tillögu um málið og Framsókn/Íhald sömuleiðis. Er sú tillaga lögð fram með þeim rökum að tillaga ríkisstjórnarinnar sé ekki nægilega vönduð. Sömuleiðis tala hinir nýbökuðu formenn Sigmundur og Bjarni um að það sé ískalt mat að sækja beri um aðild og setja fram skýrar samnings forsendur.

Hvað er það annað en ískalt mat sem í mörg ár hefur knúið marga hér á landi til ræða nauðsyn þess að sækja um aðild að ESB. Það er sömuleiðis ískalt mat mitt og fjölda annarra íslendinga að við höfum sem þjóð, tapað ógrynni fjár og allskyns tækifæra vegna þess að stjórnvöld á Íslandi gengu ekki alla leið eftir 1990 og sóttu þá um fulla aðild að ESB, þegar EES samningurinn var gerður.

Það er ekki tímabært nú að skattyrðast um þetta brýnasta hagsmunamál þjóðarinnar. Nú verður að vinna bæði hratt og vel að umsókn og samningsgerð við ESB. Það er tími til kominn að við verum með í samfélagi okkar helstu viðskiptalanda því þar eigum við heima og höfum átt um langt skeið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við göngum inn í ESB einhvern tímann. Ef ekki núna. Þá einhvern tímann seinna. Þannig að það er bara gott ef við klárum þetta mál núna. En ekki að bíða með þetta fram eftir öldinni.!!!

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 19:22

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Það verður fróðlegt að sjá hver framvinda þessa máls verður og hvernig alþingismenn greiða atkvæði.

Ég mundi leggja það til að ný regla yrði tekin upp við þessa atkvæðagreiðslu.

Allir þeir alþingismenn sem upp frá þessu sætu hjá við atkvæðagreiðslur á Alþingi Íslendinga, yrðu að skríða undir borð.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 28.5.2009 kl. 21:59

3 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og ljúfar kvöldkveðjur :)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 30.5.2009 kl. 23:50

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þú áttar þig á, að það eru frekar, mörg ár í Evruna?

Ef ríkisstjórnin hefur rétt fyrir sér, eru skuldir ríkisins, um 90% af þjóðarframleiðslu.

Ef Seðlabankastjóri hefur rétt fyrir sér, verður kostnaður ríkisins af því að endurreisa fjárhag viðskiptabankanna og Seðlabankans, um 85% að þjóðarframleiðslu.

Halli á ríkissjóði upp á 185 milljarða (170 - 20 + 35).

Icesave, sem getur kostað frá - þinni lágu áætlun - yfir í 130 milljarða skv. ummælum Jóhönnu Sjálfrar, um hverjar svartsýnustu spár væru.

NIÐURSTAÐA: Skuldir lang, lang, langt yfir 60% reglunni.

Svo langt, að þetta gæti tekið 20 ár + .

Réttur samanburður, er ESB aðild án Evru - annars vegar - og EES - hins vegar.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 6.6.2009 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

94 dagar til jóla

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband