Varðandi húsnæðislánin og lífeyrissjóðina, það er að lífeyrissjóðirnir tapi af því að lækka ávöxtun á tilteknu tímabili, þá er verið að tala um þann gríðarlega kúf sem myndaðist í formi vaxta og verðtryggingar á þeim tíma þegar verðbólgan hækkaði upp úr öllu valdi. Lífeyrissjóðirnir og aðrir sem lána fé, hafa þann tíma notið gríðarlegrar ávöxtunar sem ekki er til staðar í venjulegu árferði. Ef ég skil tillögur Gísla Tryggvasonar rétt er verið að tala um að skipta þessum kúf milli lántakenda og lánaveitenda.
Dæmi:
Ég hef lánað þér 1.000 krónur í X ár og er vön að fá 50 til 70 krónur í ársávöxtun. Svo fæ ég eitt árið 200 krónur á ávöxtun og þér finnst mjög erfitt og ósanngjarnt að borga 200 sem ég skil vel. Við semjum um að þú borgir 80 krónur í ávöxtun og þú ert sáttur við það. Ég slæ af 120 krónur, tapa ekki neinu þar sem ég fæ samt meira en vanalega eða 80 krónur. Ég get ekki séð að sú lækkun þurfi að skerða mínar langtímaskuldbindingar sem væntanlega eru gerðar miðað við reglulega ávöxtun 50 til 70 krónur af hverjum 1.000 á ári.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:33 | Facebook
Um bloggið
20 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, sko til Hólmfríður, ertu nú farin að sjá ljósið ???
Tómas Ibsen Halldórsson, 2.5.2009 kl. 15:54
Ef þú ert að tala um Framsóknarljósið þá er það ekki að blinda mig og hefur aldrei gert. Mér finnast tillögur Gísla Tryggvasonar talsmanns Neytenda hinsvegar athyglisverðar og held að þær þurfi að skoða vandlega áður en þeim er hafnað. Það hefur ekkert með flokkapóitík að gera. Ég er Samfylkingarmaður og eindreginn Evrópusinni bara svo það sé á hreinu.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 2.5.2009 kl. 22:16
Mér finnst bara alveg fáránlegt að fólk sem er kannski hætt að vinna og er búið að safna í lífeyrissjóð allt sitt líf að því sé svo tilkynnt um það núna að það eigi að lækka greiðslur til þess. Mér finnst það bara fáránlegt.
Svo geta þessir kújónar sem eru yfir þessum sjóðum skammtað sér ótæpileg laun og fríðindi. Bílastyrki og fleira. Þetta er ömurlegt. Algjörlega ömurlegt.
Þetta er mín skoðun.
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 11:19
Valgeir, ég tek heilshugar undir með þér að ekki megi fyrir nokkurn mun skerða bætur til lífeyrisþega. Mér finnst líka að ekki sé hægt að reikna framtíðarspá fyrir sjóðina við þær aðstæður sem nú ríkja. Það kallast víst tryggingastærðfræðilegt mat ef ég man rétt. Ekki spyrja mig um hvernig það virkar.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 3.5.2009 kl. 21:27
Hólmfríður, hugmyndum Frammara, Tryggva Þórs og Lilju Mósesdóttur var sópað út af borðinu án þess að þær væru skoðaðar, ræddar eða fengnar frekari skýringar á þeim. Í Kastljósi þar sem Tryggvi Þór og Gylfi ráðherra voru saman komnir til að ræða þetta mál, sýndi Gylfi Tryggva þvílíka fyrirlitningu og var hinn mesti dóni. Þú getur verið nokkuð viss um það Hólmfríður að hugmyndum Gísla verður ekki betur tekið, hann er ekki í réttum flokki og ekki í réttu klíkunni, frekar en Lilja sem þó er í VG.
Tómas Ibsen Halldórsson, 3.5.2009 kl. 22:26
Við skulum spyrja að leikslokum. Og ekki blanda flokkum inn í málið, slíkt er ekki mjög þroskað eða gáfulegt. Lausnir finnast og það er fyrir mestu
Hólmfríður Bjarnadóttir, 4.5.2009 kl. 16:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.