1.5.2009 | 19:59
Hvað tel ég vera framundan?
Þegar ríkisstjórnin hefur lýst því yfir að Ísland hyggist sækja um aðild að ESB, mun sú yfirlýsing strax auka traust okkar erlendis og slaka á gjaldeyriskreppunni sem væntanlega leiðir til lækkunar vaxta og atvinnulífið mun ná að rétta aðeins við. Það sama á við um heimilin.
Samhliða umsóknarferlinu verður gripið til markvissra aðgerða til að leiðrétta með einhverjum hætti það verðbólgu og vaxtaskot sem allir hafa orðið fyrir. Talsmaður Neytenda hefur lagt fram heilstæða tillögu fyrir fjölskyldur og einstaklinga sem eiga fasteignir og þær eru nú til skoðunar hjá viðskiptaráðherra.
Næstu eitt til tvö ár verða erfið, en þá hygg ég að leiðin fari á ný að liggja uppá við og við verðum komin á gott ról sem aðilar að ESB og evru sem gjaldmiðil, eftir fáein ár.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
20 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.12.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 110499
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála þér með þetta Hólmfríður mín. Ég vil ganga í ESB strax. Ekki vera að bíða með þetta í einhver mörg ár í viðbót. Það sem mér finnst að við hefðum átt að gera er það að við hefðu átt að kjósa um þessi mál í kosningunum núna 25.apríl. það er mín skoðun.
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 10:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.