Á Ársfundi ASÍ 2008 var eins og venja er, ályktað um þau málefni sem mest brenna á félagsmönnum aðildarfélagasambandsins. Hér má sjá þá ályktun í heild sinni, en kaflinn hér að neðan fjallar um umsókn að ESB og rökin fyrir fyrir þeirri skoðun rakin.
"Það er skoðun ASÍ að yfirlýsing um að sótt verði um aðild Íslands að ESB og upptöku evru sé eina færa leiðin. Þannig verði látið á það reyna í aðildarviðræðum hvaða samningur Íslandi standi til boða og hann lagður fyrir þjóðina í atkvæðagreiðslu. ASÍ telur að yfirlýsing um að stefnt verði að aðild að evrópska myntsamstarfinu (ERM II) á næstu 2 árum myndi leggja mikilvægan grunn að því að hægt yrði í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn að skapa nauðsynlegan trúverðugleika fyrir meiri festu í skráningu krónunnar á næstu árum þangað til full aðild að Evrópska peningamálasamstarfinu (EMU) og upptaka evrunnar næðist."
Nokkuð hefur verið um að andstæðingar ESB hafi hnýtt í Gylfa Arnbjörnsson hér á blogginu í dag, fyrir það sem þeir kalla áróður um þessa hugmynd og ganga jafnvel svo langt að Gylfi hafi verið að túlka sína persónulegu skoðun en ekki skoðun ASÍ varðandi ESB.
Allar slíkar fullyrðingar eru kolrangar og Gylfi var einfaldlega að leggja áherslu á brýnustu og stæstu málin varðandi launafólkið og þjóðina, eins og evinlega er gert á baráttudegi launafólks.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
19 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.12.): 0
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér finnst Verkalýðshreyfingin á Íslandi bara vera svo ósköp döpur og standa sig ekki nógu vel að berjast fyrir réttindum lág launa hópa í landinu. Það er alltaf verið að álykta um þetta og hitt en það heyrist ekkert frá þeim út á við. Það þarf að láta rödd Verkalýðshreyfingarinnar heyrast sem víðast. Það gengur ekki að sitja bara aðgerðar laus hjá á 1-2 miljón króna launum eins og forseti og framkvæmdastjóri ASÍ er með. Þetta eru allt, allt of há laun að mínu mati.
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 19:41
Ég get alveg tekið undir það sem þú segir og tel það mjög rétt. Þegar verðtryggingin verður farin af lánum fólks og fyrirtækja, mun margt breytast og þar á meðal kaupmáttur launa. Það eru líka margir aðrir þættir sem þarna eru að valda þessum lágu launum.´
Mín persónulega skoðun er sú að GA og fleiri verkalýðsforingjar ættu að taka á sig launalækkun og sýna þannig félögum sínum samstöðu.
Það hefur samt áunnist þó nokkuð undanfarin ár í því að færa störf upp um launaflokkar. þær breytingar eru samt ekki að gefa góð laun eins og ástandið er núna. Það brýnasta er að fella neðstu flokkana neðan af launatöflunni.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 1.5.2009 kl. 20:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.