29.4.2009 | 18:12
Auðvitað ná þau saman
Stjórnarmyndunarviðræður standa nú yfir og þar er verið að leggja megin línur til framtíðar. Mér finnst ég vera sloppin út úr dimmu og drungalegu húsi, þar sem ekki var allt með felldu og nú er ég komin á tröppur framtíðarinnar þar sem allt er að gerast. Mér er létt og ég ætla ekki aftur inn í dimma og drungalega húsið. Ég finn hvernig ný viðhorf svífa um í hugarheimum þjóðarinnar og önnur gildi eru ríkjandi. Íslenska velferðarvorið liggur í loftinu og er komið til að vera.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
152 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er hjartanlega sammála þér Hólmfríður mín. Þau ná saman, þetta er bara spurning um tíma. Ég er alveg á því.
En hafðu það sem best vinkona.
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 16:54
Hólmfríður mín, það reddar okkur enginn og þau þarna ef þau ná saman verða næstu vikur að gera reglur og pælingar um hitt og þetta. Við verðum að redda okkur sjálf eins og áður upp úr vandanum. Ég get séð hvað á að reddast, bankastofnanir á hausnum og eru reknar af okkur sem skuldum og ekkert hægt að gera. Hvað heldur þú að gerist?
Kveðja til þín með sólinni
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 1.5.2009 kl. 10:46
Þegar ríkisstjórnin hefur lýst því yfir að Ísland hyggist sækja um aðild að ESB, mun sú yfirlýsing strax auka traust okkar erlendis og slaka á gjaldeyriskreppunni sem væntanlega leiðir til lækkunar vaxta og atvinnulífið mun ná að rétta aðeins við. Það sama á við um heimilin. Samhliða umsóknarferlinu verður gripið til markvissra aðgerða til að leiðrétta með einhverjum hætti það verðbólgu og vaxtaskot sem allir hafa orðið fyrir. Talsmaður Neytenda hefur lagt fram heilstæða tillögu fyrir fjölskyldur og einstaklinga sem eiga fasteignir og þær eru nú til skoðunar hjá viðskiptaráðherra. Næstu eitt til tvö ár verða erfið, en þá hygg ég að leiðin fari á ný að liggja uppá við og við verðum komin á gott ról sem aðilar að ESB og evru sem gjaldmiðil, eftir fáein ár
Hólmfríður Bjarnadóttir, 1.5.2009 kl. 17:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.