27.4.2009 | 22:04
Breytt Ísland
Það er að renna upp fyrir mér að við erum að fá ríkistjórn sem á eftir að gjörbreyta þessu samfélaginu okkar sem við höfum búið við undanfarna áratugi. Þessu samfélagi sem við þekkjum eða teljum okkur þekkja.
Samfélagi þar sem æ meir hefur verið hlaðið undir þá sem gátu á einhvern hátt auðgast, á kostnað þeirra sem unnu á gólfinu og voru með eins lág laun og hægt var að kreista Verkalýðshreyfinguna til að semja um.
Fiskvinnslan grét og grét og náði með því að halda grunnlaunum lágum, en pískaði svo sitt fólk áfram með einstaklingsbónus sem skapaði þar að auki spennu á mörgum vinnustöðum. Aðrir hópar voru svo verðlagðir eftir grunntöxtum fiskvinnslufólks.
SÍS og kaupfélögin blóðmjólkuðu bændur og gera enn þar sem þau hafa haldið velli. Það er von að bændur óttist ESB því verið gæti að þeir yrðu mun sjálfstæðari en þeir eru í dag og gætu farið að stunda fleira á jörðum sínum en sauðfjár og kúabúskap. Vesalings fólkið en svona er lífið.
Kvótakóngar gráta líka og vitna í hvað Norðmönnum gekk illa að semja við ESB 1994. Það verður endilega að segja þeim að nú sé komið árið 2009 og verið sé að breyta fiskveiðistefnu ESB. Það eru margir fortíðardraugar á kreiki og vilja halda í "gömlu góðu" dagana.
Nú er að setjast að völdum stjórn sem hugsar meira um fólkið en fjármagnið. Ætlaðar að skapa hér þjóðfélag velferðarsamfélag að Norrænni fyrirmynd í stað tilraunasamfélagins þar sem reynt var á flestum sviðum að apa eftir Ameríska draumnum, þar sem þeir ríku urðu ríkari og fátækir fátækari.
Svo erum við á leið inn í ESB sem tryggir okkur enn frekar að hér haldist velferðarsamfélag, með áherslu á öflug félagsleg réttindi á öllum sviðum. Breytingarnar sem nú eru að verða eru svo miklar og áhrifaríkar að slíkt er með ólíkindum. Ég hlakka til og tek glöð þátt í því ferli sem framundan er.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
152 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sælar.
Þetta er mjög góð grein hjá þér. Ég hef fulla trú á þessari stjórn sem nú sest við völd á Austurvelli. Stjórn Samfylkingar og VG á eftir að koma mörgum brýnum og ánægjulegum málum áfram fyrir fólkið og fyrirtækin í landinu.
En því er ekki að leyna hjá mér að ég vil mjög fljótt helst á sumar þingi fara að sjá afgerandi aðgerðir til handa fólkinu í landinu.
Og staðan í þjóðarbúskapnum er ekki björt. VIð þurfum sjálf að bera kostanaðinn af Icesave. Það voru Íslendingar sem komu sér í þetta sjálfir og hverjir munu koma okkur út úr þessum vandamálum aðrir en við sjálf.
Með bestu kveðju.
Valgeir.
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 20:37
Hressandi og bjartsýn færsla, ekki veitir af.
Finnur Bárðarson, 29.4.2009 kl. 13:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.