27.4.2009 | 09:37
Fyrsti vinnudagur eftir kosningar
Helgin er liðin og nú hefst vinnan, þessi tímamótahelgi á Íslandi þegar snúið var af þeirri braut að þeir sterkustu og ríkustu hefðu sífellt meira og meira á kostnað þeirra sem minna áttu og höfðu jafnvel ekki tækifæri eða möguleika til að taka þátt í slagnum. Frumskógurinn hefur reynst mörgum erfiður og torsóttur.
Jafnaðarstefnan fékk afgerandi brautargengi og eru þau skilaboð í fyrsta sinn mjög skýr og afgerandi. Leiðin inn í samfélag Evrópuþjóða var líka mörkuð. Næsta stóra skrefið verður að lýsa yfir að Ísland hyggist sækja um aðild að ESB, leggja formlega inn umsókn og hefja viðræður um samning milli Íslands og ESB. Þjóðin verður að vera vel upplýst um gang mála og samningurinn þarf að vera vel aðgengilegur til kynningar svo fljótt sem verða má.
Sömuleiðis þarf að kynna vel fyrir þjóðinni þær reglur sem gilda um einstaka málaflokka, svo fólk viti allan tímann hvaða möguleikar geta verið fyrir hendi. Andstaða við aðild er að miklu leiti til komin vegna þess að fólk hefur ekki upplýsingar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
152 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er hjartanlegas sammála þér Hólmfríður mín. Það var komin tími á breytingar og þær miklar. Til hamingju Jafnaðarmenn á Íslandi. Til hamingju Ísland.
Bestu kveðjur.
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 09:39
Innlitskvitt og kveðjur....:0)
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 27.4.2009 kl. 14:26
Margir hafa asklok fyrir himinn, þeir vilja ekki kíkja út til að sjá hvort það sólarglæta einhvers staðar.
Finnur Bárðarson, 27.4.2009 kl. 18:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.