23.4.2009 | 14:23
Sumargrautur með lummum og kaffi
Var að koma úr hádegismat í Laugarbakkaskóla. Þar var framborinn sumargrautur, þ.e. hrísgrjónagrautur með að án rúsína. Kanilsykur útá síðan kaffi og lummur. Þarna er verið að endurvekja gamlan íslenskan sið. Sumardagurinn fyrsti var mikill hátíðisdagur hér áður fyrr og það var siður að húsfreyjur geymdu grjón og sauðakjöt til sumardagsins fyrsta.
Þó matarskortur hefði verið nokkur eð mikill á útmánuðum, skyldu allir fá fylli sína á sumardaginn fyrsta. Soðið var sauðakjöt, gerður grautur, hellt uppá kaffi eins og hver vildi og bakaðir háir staflar af lummum. Brennivín var líka framborið og átt hver bóndi rétt á potti af brennivíni út á sinn reikning, hver sem skuldastaða hans var. Fólkið klæddist sparifötum og vann bar það alnauðsynlegasta, gefnar voru sumargjafir og þessi dagur var jafn aðfangadegi jóla í hugum margra.
Suðakjöti og brennivíni var sleppt í þessum sumarmálsverði, en verið var í leiðinni að kynna hugmyndir að nýtingu húsnæðis Laugarbakkaskóla, þegar skólahald verður allt flutt til Hvammstanga. Ekki er búiðað tímasetja þann flutning, en sú ákvörðun tengist því að búið verði að finna húsnæðinu framtíðaverkefni. Þær hugmyndir eru í smíðum, en ekki verður farið út í þær hér á þessu stigi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
32 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 110485
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gleðilegt sumar Hólmfríður mín það hafa aldeilis verið flott hátíðarhöld á Laugarbakka. Gaman að endurvekja þessa gömlu siði frekar en að vera alltaf að apa eitthvað eftir öðrum þjóðum.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 22:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.