23.4.2009 | 07:44
Sumarið við sjónarrönd
Vaknaði síðri hluta nætur við heilmikið gæsakvak. Glugginn á svefnherberginu var opinn og á stóru túni handan götunnar voru þær í hundraðatali þessar elskur að leita á vornálinni. Auðvitað hreinsa þær sinu í leiðinni og skila svo áburði eins og vera ber. Svo um 7leitið fór ég með litla hundinn minn út að pissa og þá heyrði ég vængjaspil hrossagauksins í suðri. Sólin er komin upp og Eiríksjökull sýnir sinn hvíta koll í suðrinu inn í blámóðu dulúðarinnar. Hvílík dásemd.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
29 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er bara æðislegt.
Alltaf gaman að heyra í fuglum á túnum fyrir utan gluggan hjá sér.
Gleðilegt sumar Hólmfríður mín og megi það verða þér gott og ánægjulegt.
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 07:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.