Rannsóknarsetur formlega opnað við Selasetur Íslands á Hvammstanga

Var viðstödd merkilegan viðburð nú í dag þegar verið var að opna formlega rannsóknarsetur við Selasetur Íslands á Hvammstanga. Við það tækifæri voru undirritaðir 2 samstafssamningar.

Annar samningurinn er á milli Háskólans á Hólum og Selaseturs Íslands um rannsóknarsamstarf á sviði náttúrutengdar ferðaþjónustu. Per Åke Nilssen er starfsmaður Hólaskóla með aðsetur og sinnir rannsóknum á Hvammstanga, auk þess að sinna ákveðinni kennsluskyldu við Hólaskóla.

Hinn samningurinn er á milli Veiðimálastofnunar og Selaseturs Íslands um rannsóknir á sel. Sandra M Granquist er starfsmaður Veiðimálastofnunar með aðsetur og sinnir rannsóknum á Hvammstanga. Kynnt voru 2 verkefni sem hefjast nú 1. júní n.k. Annað varðar áhrif umferðar ferðamanna við sellátur og hitt varðar áhrif sela á viðgang laxa. Selirnir liggja nefnilega undir ámæli vegna meintara átu á laxi.

Einnig var kynnt álþjóðlegt samstarfsverkefni The Wild North sem Selasetur Íslands er í forsvari fyrir. Þess má geta að n.k. laugardag 25.04 eru 4 ár frá stofnfundi Selaseturs Íslands og setrið var síðan opnað 14 mánuðum síðar, 25.06.06.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Meiriháttar. Þetta er bara flott. Gangi þeim roslaega vel. Þetta er flott hjá þeim. Svona á að gera þetta.

Eigðu góðan dag.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 18:11

2 identicon

Ekki að spyrja að framtakssemi og dugnaði fólksins á landsbyggðinni. Þið eruð svo sannarlega að "gera eitthvað annað", eins og stóriðjutrúarfólkið heldur að sé ekki hægt.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 18:17

3 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Hjartanlega til hamingju með áfangann. Selir sleikjandi sólina á skerjum og mátuleg hvítfissandi alda að vor og sumarlagi . Er hægt að hugsa sér meiri náttúrúfegurð.

Vel að merkja; geta kafarar ekki slegist í hópinn og verið innan um seli? Hefur það verið reynt?

Þorsteinn H. Gunnarsson, 22.4.2009 kl. 18:59

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Takk fyrir góðar óskir. Þorsteinn. það með kafarana hefur ekki verið reynt og ég veit ekki hvað líffræðngurinn hjá Veiðimálastofnun mundi segja, en ég skal spyrja. Náttúrufegurðin er mikil og það er vel þess virði að eyða 2 til 3 dögum hér á svæðinu.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 23.4.2009 kl. 00:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

32 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband