20.4.2009 | 00:45
Fíkniefni
Lögreglan hefur náð miklum árangri í að taka fólk sem er í fíkniefnaviðskiptum. Hassræktun og smygl sem sífellt verður umfangsmeira. Það er sorgleg staðreynd að svo margt fólk sé ofurselt þessu eitri að markaður virðist vera fyrir svo gríðarlegt magn sem raun ber vitni. Nú síðast er það skúta við Austurland með stóra sendinu eftir því sem talið er.
![]() |
Skútan fundin - 3 handteknir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
151 dagur til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.7.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 110692
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sælar.
Þetta er bara frábær árangur hjá lögreglunni. Hún er að sanna það þarna með þessari aðgerð að hún er með bein í nefinu. Þetta er frábært hjá lagana vörðum. Nú er bara að sjá hvaða efni þetta er og hvað þetta var mikið í raun og veru. Eitthvað hefur kostað að fjármagna þetta. Það er ljóst.
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 07:17
Löggan dugleg. Það er ljóst að allar aðgerðir smyglaranna voru lögreglunni kunnar löngu áður en þeir nálguðust landið á þessari skútu. Þeim hefur greinilega verið fylgt eftir hvert fótmál erlendis, trúlega alveg síðan þeir fóru út til að kaupa efnin. En það er ljóst að venjulegir íslenskir smákrimmar hafa ekki efni á að fjármagna svona nokkuð. Það hefur þurft að leggja fram tugi milljóna króna í gjaldeyri til þess að kaupa þetta allt. Hverjir eru stóru bossarnir á bakvið? Hverjir geta fjármagnað svona lagað og lagt fram alla upphæðina í gjaldeyri? Löggan þarf að vera dugleg lengi vel enn.
sleggjudómarinn (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 12:17
Mikið rétt sleggudómari og ég vona svo sannarlega að það takist að finna bossinn í málinu. Það er ekkert smá mál að fjármagna svona dæmi og vonandi þora þeir handteknu að tala og segja frá þeim sem er með þá í vinnu.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 20.4.2009 kl. 13:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.