Vantar ráðningu á draumi frá í nótt

Mig dreymdi  í nótt að ég væri með örsmáan fálka í opinni glerkrukku af lægri gerðinni og ég var að færa krukkuna í útréttri hendi minni, með fálkanum í, milli staða í herbergi. Fálkinn hreyfði sig ekki, en var þó lifandi því hann deplaði augunum. Ég bjóst við að hann tæki flugið þá og þegar, en af því varð ekki. Hann var mjög fallegur en óskaplega smár.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ekki treysti ég mér til að ráða drauminn Hólmfríður. En fyrir mér er þetta martröð. Hvernig var fálkinn á litinn, blár ?

Finnur Bárðarson, 18.4.2009 kl. 15:12

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Mér sýnist  nú borðleggjandi ráðning á þessum draumi. xD fær ekki  svo mörg atkvæði í komandi kosningum. Af því að þetta var fálki, sagði ekki einhver að hann hefði verið blár, jú það passar, blár. Atkvæði Sjálfstæðisflokksins verða ekki fleiri en svo að askan af þeim kemst í eina glerkrukku. Þetta með deplandi augu, ég átta mig ekki alveg á því, sennilega kemst einhver undan.

Var ekki einhver sem sagði; eigi er mark á draumum, ef þeir voru óhagstæðir.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 18.4.2009 kl. 20:41

3 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús knús og ljúfar kveðjur :0)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 18.4.2009 kl. 20:47

4 identicon

Heil og sæl Fríða,

Er kannski ekki góður draumráðandi en myndi ráða draum þinn á eftirfarandi hátt.

Skýring.

Fálki er góður fyrirboði í draumi en fálki í aðhaldi er fyrir slæmu og þýðir yfirleitt að dreymandinn verður fyrir hindrun i því sem hann ætlar sér að gera .Gler er brothætt og aðhald sem myndað er af gleri er illur fyrirboði líka.Aðhald sem er gert af gleri þýðir yfirleitt tilfinningarlega erfiðleika hjá dreymanda.

Ráðning.

 Að dreyma fálka í gler aðhaldi myndi ég segja að einhver nákominn þér er að reyna að hefta þig í einhverju sem þér er mikið í mun að gera eða vilt láta takast.En þar sem þú ert að færa fálkann til í krukkunni færð þú þínu sennilega framgengt æi lokin en það mun kosta erfiðleika eða styrt samband milli þín og viðkomandi um stund og fer lengd erfiðleikanna milli ykkar eftir því hversu vel þú tekst á við þetta og hversu fljótt þú ert tilbúin að rétta fram sáttarhönd og fyrirgefa....fyrirgefningin eða sáttarhöndin kemur ekki frá hinum aðilanum.

Góðar stundir.

Júlíus Már Baldursson (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 21:25

5 identicon

Hæ Hólmfríður mín.

Ég er búin að vera að velta þessum draumi þínum fyrir mér í dag. En ég botna ekki í honum. En ég sendi þér samt sem áður góðar og ljúfar kveðjur og óskir um að kvöldið verði þér og þínum gott og að þú njótir þess 100%.

Takk fyrir góða pistla vinkona.

Kærleiks kveðjur og knús.

Valgeir.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 21:29

6 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þakkir fyrir ráðningar og kveðjur góða helgi

Hólmfríður Bjarnadóttir, 18.4.2009 kl. 22:44

7 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Eflaust hefurðu verið ánægð með drauminn Hólmfríður mín en ég vona nú að hann rætist ekki

Hilmar Gunnlaugsson, 19.4.2009 kl. 03:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

99 dagar til jóla

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband