15.4.2009 | 21:45
Íhaldið furðar sig á fylgishruni !!
Þegar eitthvað hrynur, þá eru væntanlega fyrir því einhverjar ástæður. Undirstaðan getur verið veik, gölluð eða skökk. Byggingin getur hafa verið reyst af vanþekkingu, hönnun verið ábótavant eða efnisvalið ekki rétt. Svo hafa kannski verið byggðir kvistir og útskot, viðbyggingar og aukahæð ofan á allt saman. Svo hefur líka komið fyrir að byggt sé á sprungusvæði.
Húsvörður sem ráðinn er rétt áður en byggingin hrynur og hefur hvergi komið að uppbyggingunni, er væntanlega ekki ábyrgur fyrir öllu verkinu. Viðhaldið hefur líka verið óvandað og flausturslegt, þó reynt væri að mála yfir sprungurnar og láta allt líta vel út. Húsvörðurinn er að vinna með aðalarkitekt og byggingarmeistara og það getur verið miklum erfiðleikum bundið fyrir húsvörðinn að fá arkitektinn og byggingameistarann til að ráðast í viðamiklar endurbætur.
Meira að segja eftir að allt hrynur á húsvörðurinn erfitt með að fá hinn til að hlusta og hefjast handa. Þolinmæði húsvarðarins þraut og hann fékk með sér smið til að taka til hendinni. Það er sko ekkert skrítið þó fólkið vilji frekar fylgja húsverðinum og smiðnum, en þeim sem byggði upp það sem hrundi eins og spilaborg. Mér finnst afar rökrétt að fylgið við arkitektinn og byggingameistarann minnki verulega, sérstaklega þar sem hann hagar sér eins og fíll í glervörubúð og böðlast áfram með frekju og látum.
Húsvörðurinn og smiðurinn eru á fullu að taka til, kanna skemmdir og reyna með öllu móti að koma molunum saman svo úr verði heillegt hús. Íbúarnir eru á svo miklum hrakhólum að það má engann tíma missa. Þó þvælist arkitektinn og byggingameistarinn fyrir eins og hann lifandi getur og er svo hissa á að kjósendur séu ekki glaðir með að fela honum verkið áfram. Er í lagi með hann??
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
19 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.12.): 0
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.