Mannréttindi

Ungur maður frá Írak segir að við vitum ekkert um mannréttindi. Sennilega er þetta rétt hjá honum og hann hefur kynnst því á eigin skinni hvernig það er að hafa ekki mannréttindi. Að vera fótum troðinn í beyttustu merkingu þess orðs. Að mega hvergi vera frjáls að lifa sínu eigin lífi. Ég hef bara ekki ímyndunarafl til að skynja þær tilfinningar. Hvaða reglur væru brotnar með því að leyfa honum að setjast hér að og fleira fólki sem hefur unnið það afrek að geta flúið úr vonlausum aðstæðum heima fyrir og í það sem þau töldu vera frelsi. Hvað gerið fólk svo hættulegt að það geti ekki fengið leyfi til búsetu. Spyr sú sem ekki veit, en ekki vísa í einhvert regluverk sem einhverjir hafa einhvern tímann samið. Mig vantar svar frá þinni eigin samvisku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sínum augum lítur hver silfrið.  Við íslendingar erum ekki vanir að nýta okkur erfiðleika annara. Við hjálpum! Þú hefur örugglega heyrt talað um fólk sem tekur mikla peninga fyrir að smygla fólki milli landa og oft er það aleiga þessa fólks. Viðkomandi smyglarar svíkja oft þetta fólk.  Myndir þú gera það? Og önnur hlið á því máli. Oft er þetta fólk alls ekki illa statt en nýtir sér aðstöðuna til að komast í feitari bita, eins og til dæmis að komast til Svíþjóðar, sem í mikilli einfeldni hefur tekið á móti ógrynni fólks, sem í raun og veru á að senda heim þegar í stað. En hvað á að gera þegar viðkomandi hefur ekkert vegabréf og getur ekki sannað hver hann er. Mannvonskan er miklu meiri en fólk almennt gerir sér grein fyrir, samanber íslensku útrásarvíkinganna, sem hafa komið svívirðilegu óorði á okkur íslendinga fyrir nú utan ógreiðanlegar skuldir , sem samviskulausir forráðamenn þessarar þjóðar ætla að koma okkur í fyrir heimsku sakir. Myndir þú haga þér svona. Ekki ég. Eftir að USA réðst inn í Írak, þá ætluðu þeir að byggja upp nýtt samfélag (idiot) og sendu hundriðir milljóna dollara í risa pakkningum (stæður) til landsins og það hefur ekkert spurst til þeirra síðan. Hverjir skyldu hafa hirt þessa peninga í þessu stríðshrjáða landi? Hver er maðurinn frá Írak sem þú talar um? Er hann með veðabréf og er það þá kannski falsað? Er hann frá Írak? Eitt stærsta vandamál með flóttamenn frá arabalöndum í dag er að svokölluð ríkisarabíska er kennd í öllum arabalöndum og er upprunnið frá Egyptalandi, sem gerir erfiðara að átta sig á því frá hvaða landi viðkomandi kemur.Þetta er allavega reynslan frá Svíþjóð. Og svo viðbót. Er viðkomandi eftirlýstur í heimalandinu? Þetta er ekki eins auðvelt og fólk heldur! Því miður. Það er nóg til af vondu fólki sem nýtir sér örbirgð annara.

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

150 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband