11.4.2009 | 22:20
Hugleiðing á Páskum
Undanfarna daga höfum við orðið vitni að sjálfsskapaðri niðurlæginu Íhaldsins. Þessir atburðir eru því miður vitni um vinnubrögð sem hafa að því er virðist, viðgengist í samfélagi leyndarhjúpsins. Nú er mál að linni og við förum að huga að framtíð okkar og hvaða stefna verður tekin í því efni. Við þurfum að ákveða hvort og þá hvað við kjósum 25. apríl n.k. Ég hef þegar tekið mína ákvörðun og hún byggist á því hvað ég vil fyrir okkur öll. Ég ætla að kjósa Samfylkinguna.
Ég vil; - auka jöfnuð í samfélaginu - treysta félagslega kerfið - endurskoða stjórnarskrána - sækja um aðild að ESB - skipta út krónunni fyrir evru - afnema verðtryggingu - lækka vexti - lækka vöruverð - skapa stöðugleika - endurheimta fiskveiðiréttinn til þjóðarinnar - efla byggð og auka fjölbreytni í atvinnu um allt land - styrkja menntun og menningu - efla nýsköpun - búa afkomendum okkar gott samfélag með frjálslyndri jafnaðarstefnu.
Þetta og margt, margt fleira eru ástæður þess að ég kýs Samfylkinguna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:23 | Facebook
Um bloggið
150 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er svo hjartanlega sammála þér Hólmfríður mín. Áfram Samfylkingin setjum X við S í komandi þingkosningum. Þetta var rétta meðalið. Eigðu gott kvöld og góða nótt elsku Hólmfríður mín.
Páska kveðjur til þín.
Gleðilega páska.
Kv. Valgeir.
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 23:04
góð hugleiðing ekki hefur sjálfstæðisflokkurinn staðið sig, þegið mútur.en gleðilega páska, kv adda
Adda Laufey , 11.4.2009 kl. 23:09
Þetta hljómar ansi sannfærandi eins og þú setur þetta upp Hólmfríður. Persónulega er ég frekar á því að kjósa VG og að vera hér sjálfstæð þjóð með fulla stjórn á okkar auðlindum, þó mér hugnist Samfylkingin ágætlega.
Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 12:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.