11.4.2009 | 18:17
Krossgötur stjórnmálanna
Það eru margir sem standa þessa dagana á pólitískum krossgötum. Á það jafnt við um þá sem vinna við stjórnmál og almenna kjósendur. Síðan í haust hefur hver brotsjórinn eftir annan dunið á þjóðinni. Bankakreppa, gjaldeyriskreppa, tapað hlutafé, tapaðar innistæður, atvinnumissir, verðhækkanir og svona mætti lengi telja.
Stjórnmálaáhugi helltist yfir þjóðina í svo stórum stíl að slíkt hlýtur að jaðra við heimsmet. Fólk fór út á götur og mótmælti, stofnaðir hafa verið hagsmunahópar um ýmis mál. Stjórnmálaflokkarnir hafa lent í margskonar hremmingum. Skipt um forystu í 3 stóru flokkunum, með hvelli í Framsókn fyrir jól og vegna alvarlegra veikinda formanna í Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki nú nýverið.
Stjórnarskipti um mánaðarmótin jan - febr. Skipt um yfirstjórn í Seðlabanka efir langt og strangt þóf. Uppákomur Davíðs Oddsonar af og til í vetur, nú síðast á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Málþóf á Alþingi af hendi Sjálfstæðismanna vegna stjórnskipunarlaga.
Páskarnir framundan og þá kæmi pása fyrir kosningabaráttuna, en þá kom Stóri hvellurinn nú í Dymbilvikunni. Stórir fjárstyrkir til Sjálfstæðisflokksins árið 2006 frá tveim aðilum og annar úr Baugsarmi samfélagsins. Sagt er að miklir átakaeldar logi í flokknum og nokkrir forsvarsmenn hans orðnir margsaga.
Traustið var lítið í samfélaginu og ekki batnar það nú. Páskafríið fer í það hjá mörgum stjórnmálamanninum á hægri vængum, að bjarga því sem bjargað verður, ef það er nokkuð. Leyndin er á undanhaldi vegna hneykslismála sem skilja eftir stór og mikil sár. Kjósendur vita vart lengur hvert ferðinni er heitið á kjördag.
Á kjörstað eða ekki, og ef farið er í kjörstað hvað er skásti kosturinn. Auðvitað á þetta ekki við um alla kjósendur, en sennilega eru þeir fleiri núna en oft áður, sem eru í þessari stöðu og lái þeim hver sem vill.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:20 | Facebook
Um bloggið
150 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.