Vandi Sjálfstæðisflokksins er stór.

Það virðist nokkuð ljóst að forysta Sjálfstæðisflokksins á þessum tíma hefur vitað um þessa styrki, annað er bara ekki möguleiki. Fjármál eins fyrirtækis hljóta að vera á vitund forsvarsmanna þess. Að halda öðru fram er bara hrein fyrra.

Hver það var sem tók upp símann eða skrapp í fyrirtækin til að biðja um peningana, er ekki aðalmálið. Stjórnin hefur orðið að samþykkja að veita fénu viðtöku og fá um leið að vita hvort einhver skilyrði fylgdu þessu framlagi. Í raun eru skilyrðin í mínum huga meira mál, en sjálfur styrkurinn.

Hafi flokkurinn tekið við fénu með loforði um stuðning við eitthvað mál, veita því hlutleysi eða koma í veg fyrir framgang þess, er verulega alvarlegt mál. Að ákvarðanir séu ekki teknar á faglegum forsendum, heldur gegn greiðslu eru mútur á mannamáli og slíkt er saknæmt.

Í mínum huga er því stóra spurningin þessi; Voru þessir styrkir skilyrtir á einhvern hátt og ef svo er, hver var ástæða styrkveitinganna og hver samþykkti að taka við fénu og verða við þeirri bón sem að baki lá. Eða voru þessir peningar greiddir til flokksins eingöngu til að rétta hann við fjárhagslega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Líklega hafa þeir verið búnir að gera greiðann sem greitt var fyrir. Það er alveg rétt hjá þér að ætla að kenna einhverjum senditíkum flokksforystunnar um að "safna" fénu er yfirklór og þeir munu ekki komast upp með það. Af hverju finnst mér einsog stórveldistími Sjálfstæðisflokksins sé liðinn? Málþófið á Alþingi er ein vísbending, svo kemur mútumálið og afstaðið flokksþing var einkennilega fálmkennt og einsog menn væru miður sín og Davíð las yfir þeim óvitandi einskonar grafskrift. Nei þetta er ekki flokkurinn sem ég mun kjósa eftir nokkra daga. Ég get ekki kosið flokk sem ég veit að enginn vill starfa með að loknum kosningum.

Gísli Ingvarsson, 10.4.2009 kl. 22:45

2 Smámynd: Kristinn Svanur Jónsson

sæl Hólmfríður,

þetta eru allt spurningar sem þarf að svara, alltaf gaman að heyra málefnalegar umræður milli fólks sem er ekki sátt með hvernig hlutirnir ganga fyrir sig.

Hefurðu annars tekið eftir því hvernig það virðist vera með Íslendinga, því klikkaðari sem bloggin eru og því viðbjóðslegri sem kommentin eru, því fleiri komment koma. Er þetta það sem verða skal, er þetta nýja Ísland? Ég myndi halda að hin umtalaða hugarfarsbreyting ætti að verða fyrst til á blogginu og svo vonandi færast til æðstu stjórnanda þessarrar þjóðar.

Kristinn Svanur Jónsson, 10.4.2009 kl. 23:03

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sælir Gísli og Kristinn. Takk fyrir málefnaleg komment. Þau eru því miður of fá hér á blogginu og sakna ég þess. Gísli, já það getur allt eins verið að greiðinn hafi verið afstaðinn eða í gangi. Sjálfstæðisflokkurinn eins og við höfum upplifað hann undanfarna áratugi er kominn á sína endastöð og má segja að málþófið á Alþingi sé hluti af hans svanasöng.

Hugarfarsbreyting er að eiga sér stað og það sýna atburðir vetrarins. Búsáhaldabyltingin er hluti hennar, má segja að þá hafi margir vaknað upp með látum. Þó ég sé ekki hlynnt þeirri leið að mótmæla, eru það ýmsir og þeir hinir sömu gerðu það og það bar árangur,

Krafan um Stjórnlagaþingið skall á eins og flóðbylgja. Á 11 dögum var hópur sem ég tilheyri búinn að koma upp heimasíðu www.nyttlydveldi.ismeð áskorun til stjórnvalda um að efna til stjórnlagaþings. Þann 11. jan var Njörður P Njarðvík í Silfrinu og síðan var opnuð þann 22. jan. Síðan er enn opin og verður auglýst upp að nýju ef þarf.

Hópur fólks stofnaði Hagsmunasamtök heimilanna www.heimilin.is í byrjun árs og í lok janúar var farið að leita álits hjá samtökunum um mál sem snertu heimilin í landinu. Nú er leitað til samtakanna með öll slík mál og tillögur samtakanna hafa náð inn í frumvörp á Alþingi.

Þið vitið trúlega um fleiri slík dæmi og það er vel. Hugsunin breytist nú á svo margann hátt, nýtni og hagsýni eru inn og það er vel. Við eigum eftir að finna betur hvað gildi jöfnuður eru að aukast, ekki bara hér á landi, heldur um allan heim. Obama er að gera frábæra hluti og á hann er hlustað, fólk getur ekki annað og orð hans hafa djúpa og mikla merkingu. Hann er boðberi friðar, umhverfisverndar og mannúðar.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 10.4.2009 kl. 23:30

4 Smámynd: Kristinn Svanur Jónsson

Sæl Hólmfríður,

Það er samt alltaf þannig að einstaklingar finna sig innan hópa og nú þegar í kosningabaráttunni hafa hópar fólks sem eru sprottnir úr búsáhaldarbyltingunni þurft að tjá sig um málefni lýðandi stundar, svo sem esb, skatta, kvótamál osfrv. Er ekki bara verið að búa til nýjan flokk því á endanum er 95% þjóðarinnar fylgjandi auknu lýðræði, en þeir þurfa sífellt að hópa sig saman til að hafa áhrif. Og ef ekki á að hafa hópa, hver leiðir þá þennan hóp fólks sem er ekki hópur... þetta þarf allt að ræða betur.

kveðja, Kristinn

Kristinn Svanur Jónsson, 10.4.2009 kl. 23:50

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég hef verið í sambandi við nokkra þeirra sem eru upphafsmenn Borgarahreyfingarinnar og reynt að benda þeim á að framboð er ekki rétta leiðin.

Þverpóitísk hagsmunasamtök eru mun betur leið að mínu mati. Þegar hópur er stofnaður um eitt sérstakt málefni eins og endurskoðun stjórnarskrár, sem ég tel vera stóra málið í að auka lýðræði á Íslandi. Þá eru mun meiri líkur á að árangur náist.

Þegar framboðsleiðin er valin og kemur að hinum ýmsu málum er hópurinn ekki samstíga og þá fer allt að gliðna, saman ber Frjálslynda flokkinn

Hólmfríður Bjarnadóttir, 11.4.2009 kl. 00:19

6 identicon

Flottar skýringar hjá þér og vel upp listað. Eigðu góðan dag Hólmfríður mín.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

150 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband