Minnisleysi ekki trúverðugt

Sjálfstæðisflokkurinn fékk afar óheppilegt mál í fangið nú rétt fyrir kosningar. Meintar mútugreiðslur frá FL grup og óútskýrðan stuðning frá Landsbankanum, kannski "þakklætisvott" fyrir aðstoð við reyfarakaup á banka. Svo bætist það við að prókúruhafi flokksins á þeim tíma virðist ekki hafa fylgst með á tékkheftinu, hvað þá meir, auk þess sem þingmaður og fyrrverandi ráðherra á góðum aldri er búinn að missa minnið.

Ósköp sem á einn flokk er lagt í sömu vikunni. En það er einn ljós puntur í málinu, flokkurinn hefur á þessum tíma notið krafta frábærra flokksmanna til fjáröflunar. Bara einhverjir óbreyttir af götunni sem löbbuðu inn til Sigurjóns í Landsbankanum og Hreiðars Más hjá FL gurp og sögðu rétt si svona. Heyrðu manni, flokkinn minn vantar pening, átt þú pening til að redda málinu. Ekkert mál sögðu Sigurjón og Hreiðar Már. Þessir óbreytti sögðu 25 millur við Sigurjón, ókey sagði Sigurjón, læt millifæra í hvelli. Takk sögðu þeir óbreytti. Þeir prófuðu svo að segja 30 millur við Hreiðar Má og hann sagði ókey, redda því. Þetta er auðvitað leyndó sögðu S og H og þeir óbreyttu kinkuðu kolli, stungu höndum i vasana og löbbuðu út. Málið dautt, nema hvað einhver kjaftaði í Agnesi og af því hún er landsfræg blaðurskjóða, þá kjaftaði hún. Æ Æ


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flottur pistill hjá þér. Takk fyrir hann.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 07:48

2 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Gleðilega Páska og ljúfar notalegar kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 10.4.2009 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

99 dagar til jóla

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 110755

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband