Skattkerfið - tæki til að jafna kjörin

Bjarni Benediktsson nýkjörinn formaður hjá Íhaldinu vill engar skattahækkanir, puntur. Þar höfum við það. Skattbreytingar geta verið með ýmsu móti eins og dæmin sanna. Tólf ára stjórn D og F hækkaði skatta á fólki með miðlungs tekur og þar undir, en lækkað þá hjá þeim tekjumeiri. Þannig jókst ójöfnuður i tíð þeirrar ríkisstjórnar verulega. Tekjutengingum var beitt af hörku og enn jók það mismuninn milli þeirra ríku og hinna efnaminni.

Núverandi ríkisstjórn vill nota skatta til tekjujöfnunar og nú hrópar Íhaldið "ekki skattahækkanir" Þeir vita sem er að nú á að leiðrétta aðeins meira af ójöfnuðinum og það vilja þeir ekki. Þetta ásamt málþófi, Baugspeningum og fleiru kemur þeim ekki vel þessa dagana þegar atkvæðaveiðar standa sem hæst. Þetta þætti vond beita til sjós að setja úr öngla með einhverri óværu sem fældi þann gula.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sælar.

Mér finnst bara að það eigi að setja á hátekjuskatt hérna og jafnvel eignarskatt. Þetta er örugglega það sem þjóðin þarf að gera eða ráðamenn hennar.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 20:54

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það er verið að skoða þannig skattlagningu og síðan að létta með ýmsu móti á hjá þeim sem minnst hafa. Stefna Samfylkingarinnar gengur út á að jafna kjörin og ekki veitir af

Hólmfríður Bjarnadóttir, 9.4.2009 kl. 03:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

99 dagar til jóla

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 110755

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband