Að borga eða borga ekki.

Athyglisvert að hlusta á Dr. Michael Hudson í Silfri Egils. Hann er með afar einfaldar skýringar á málunum og segir okkur að borga ekki skuldir okkar. Við munum einfaldlega ekki geta það. Við höfum lent í þvílíku útsogi fjármagns frá landinu að aldan sem fylgir á eftir muni draga okkur á kaf.

Sama er uppi á teningnum með lántakendur innan lands, þeir séu í slíkum skuldavafningum að þar verði að fella niður að hluta svo fólk geti rekið sín heimili og fyrirtæki með skikkanlegum hætti. Þarna er okkur sagt á mannamáli að peningastefnan hér hafi verið svo kolröng ekki verði hjá því komist að höggva á hnútinn, stokka spilin og byrja að nýju.

Sumum finnst þetta trúlega uppgjöf og vilja rembast við að greiða skuldir sínar eins og okkur hefur öllum verið kennt frá blautu barnsbeini. En er það mögulegt, erum við borgunarmenn, eða er þessi maður og nokkrir fleiri að vaða reyk og fara með stóryrði sem standast ekki.

Ekki ætla ég að dæma um það og hef ekki kunnáttu til þess, en af hverju er þessi hópur að fara með rangt mál, erum við búin að reikna dæmið og erum við fær um það. Eða getur verið að búið sé að reikna, en niðurstaðan sé svo sláandi að það megi ekki birta hana. Hver veit.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Hólmfríður mín.

Já þetta er flókið og stórt mál. Þetta með Icesave eða hvað sem það nú heitir. Ég meina fer landið bara ekki endanlega í þjóðar gjaldþrot við það að borga þessar skuldir. Ég held það nú. Þetta er bara fáránlegt að við almenningurinn í þessu landi eigum að borga þetta allt, þetta ICESAVE - ICESAFE, skuld. Það er bara fáránlegt. En takk fyrir vandaða umræðu.

Kv. Valgeir.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 00:56

2 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæl Hólmfríður.

Þessir tveir menn sem voru í Silfri Egils á sunnudaginn komu með alveg nýjan vinkil á þessi mál okkar. Mér fannst það mjög sérstakt þegar Davíð Oddson kom í haust og sagði að þjóðin ætti ekki að borga skuldir óreiðumanna. Þessi maður er að segja það sama. Ég verð að segja að í dag er ég sammála þeim báðum. Stjórnendur bankana, þ.e. stjórn þeirra og bankastjóra kokkuðu upp ýmiskonar fjármálagjörninga til að ná sér í rekstrarfé. Þeim tókst það með því að þjóðin var höfð sem ábekkingur á þessum fjármálagjörningum. Þó embættismenn okkar og ráðherrar hafi með aðgerðum eða aðgerðarleysi samþykkt að þessar veðsetningar voru lagðar á þjóðina þá höfðu þeir ekki umboð frá Alþingi til þess en þar er Alþingi eitt sem hefur fjárveitingavaldið og getur veðsett þjóðina.

Þess vegna vil ég eins og Davíð Oddsson og Michael Hudson að þjóðin borgi ekki skuldir þessara manna, hvorki Icesave né Jöklabréfin. Þessa menn sem veðsettu þjóðin fyrir meira en eitt þúsund milljarða á innan við tveim árum þá vil ég ákæra fyrir landráð. Það eru ekkert annað en landráð að setja þjóðina í þessa stöðu eftir að hafa veðsett allar okkar eignir og allar okkar auðlindir og allt okkar vinnuframlag um ókomin ár án þess að hafa heimildir til þess frá Alþingi.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 7.4.2009 kl. 08:41

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ef við tækjum þá ákvörðun að borga hvorki Icesave né Jöklabréfin, er þá ekki staðan allt önnur og hver er hún þá í raun. Eru fleiri skuldahalar sem við erum að druslast með í svipuðu formi og þetta tvennt. Reyndar hafa ýmsir sagt að skuld vegna Icesave sé i raun ekki mikil þar sem eignir sú nánast þar á móti. Þá eru það Jöklabréfin svo kölluðu, hver er heildartalan þar. Það verður að segjast eins og er að ummæli DO í haust tók ég sem hefndaráróður gagnvart JÁJ og félögum en ekki sem hlutlaust ráð manns með þekkingu á stöðunni. Davíð hefur sagt svo margt sem ekki er við hæfi að ég hef tekið nánast öllu frá honum með miklum fyrirvara.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 7.4.2009 kl. 13:53

4 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Maður-maður er bara ekki fær um að vinsa úr hverju á að trúa og hverju ekki. En auðvita er það svívirða ef við þurfum að borga fyrir þessa siðspilltu og siðlausu menn. Vona bara að einkverjir séu færir um að finna berstu leiðina.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 7.4.2009 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

99 dagar til jóla

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 110755

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband