Ný hugsun og nýtt upphaf.

Í alheiminum er til nóg handa öllum og skortur er ekki til. Í hugum okkar hefur á löngum tíma þróast sú ranghugmynd að til þess ég að hafa nóg, verði að gæta þess að næsti maður fái aðeins minna en maður sjálfur. Þetta er á peningamáli kallað samkeppni og fyrir slíkri hugsun hefur verið rekinn mikill áróður.

Franska byltingin var leiðrétting á miðskiptingu og hafði mikil áhrif til aukins lýðræðis. Margar byltingar hafa verið gerðar og þó ekki sé sjáanlegur árangur þeirra allra, hafa þær flestar snúist um miskiptingu í einhverri mynd.

Spilaborgin mikla þar sem auðmenn veraldar auðguðust sífellt meira og meira, byrjaði að molna, skjálfa, skjögra og hristast. Ágirndin jókst og áformin urðu villtari og trylltari með hverju andartaki. Innantómar sálir biðu algleymis sem ekki kom og gullið varð að skrani.

Jafnaðarstefnan er hin nýja hugsun sem flæðir yfir heiminn. Ekki svo að skilja að jafnaðarstefnan sé ný - hún er aldagömul og hefur orsakað margar styrjaldir í gegnum tíðina.  Nú eru ný viðhorf til jafnaðarstefnunnar og hún er INN eins og það er kallað. Það er ný hugsun og nýtt upphaf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl hólmfríður

Skoðaðu nýjustu færsluna

 hennar Hildar Helgu um þátt Þorerðar Katrínar

 í máli De Code sem vantaði lán frá Landsbankanum NÚNA Í Januar.

OJ PJAKK...........................Til þín Kær kveðja. 

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 01:55

2 identicon

Ég held að maður haldi sig bara við Samfylkinguna. Þar er gott fólk og þar eru góðar hugsjónir framar hverju öðru. Eigðu svo góðan daag, Hólmfríður mín.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 16:10

3 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

Hólmfríður ertu allt í einu orðin jafnaðarmanneskja? þú hleypur bara á milli flokka  og ég get ekki fylgst með, hélt þú værir á kafi í einhverjum nýjum flokk hmmmm

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 4.4.2009 kl. 17:37

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Snjólaug. Ég hef verið í Samfylkingunni frá upphafi og var þar áður í Þjóðvaka með Jóhönnu Sigurðardóttir. Það sem hefur sennilega truflað er að ég hef verið mikið að blogga um nauðsyn þess að efna til Stjórnlagaþings og vísað oft í heimasíðu www.nyttlydveldi.is þar sem verið er að safna undirskriftum undir áskorun til stjórnvalda  um það mál. Á bak við þá síðu stendur hópur fólks úr ýmsum stjórnmálaflokkum.

Borgarhreyfingin hefur það málefni líka mjög sterkt á sinni stefnuskrá og þetta er ekki fyrsti ruglingurinn sem skapast vegna þess. Það er svo margt að gerast að við getum vart fylgst með öllu.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 4.4.2009 kl. 23:50

5 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

Það var nefnilega það

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 5.4.2009 kl. 00:50

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Sé jafnaðarmennskan einhver ný hugsunarháttur þá heiti ég Jófríður.

Jóhann Elíasson, 5.4.2009 kl. 10:05

7 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þú hefur eitthvað misskilið orð mín "Jófríður" Hin nýja hugsun er að viðurkenna gildi jafnaðarstefnunar og að sú stefna sé mannkyni til mestra heilla.

Það eru fleiri og fleiri að koma út úr frumskóginum þar sem aðeins sá sterkasti kemst af

Hólmfríður Bjarnadóttir, 5.4.2009 kl. 13:11

8 Smámynd: Jóhann Elíasson

Nei Hólmfríður það ert þú sem ert að misskilja, þessi "jafnaðarmennskutrú" þín er orðin nokkuð öfgafull og nálgast hún "klikkun".  Þegar ég bjó úti í Noregi, þá varð ég bara var við svona öfgar hjá "heittrúuðum" múslimum.

Jóhann Elíasson, 6.4.2009 kl. 08:24

9 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

ef þú átt tvö epli og annað þeirra er minna en hitt, hvort eplið mundir þú gefa

Jón Snæbjörnsson, 6.4.2009 kl. 10:59

10 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þú getur haft þessa skoðun fyrir mér Jóhann, það truflar mig ekki hið minnsta. Jón, ætli ég mundi ekki skipta báðum eplunum í tvennt og næði þannig að gefa jafnt með mér.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.4.2009 kl. 16:47

11 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

Hólmfríður mín það er aldrei neitt nýtt undir sólinni, ekki lengur, þetta hefur allt gerst áður og lífið fer hring eftir hring en hver kynslóð heldur alltaf að hún sé að finna réttu leiðina.

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 6.4.2009 kl. 18:52

12 identicon

Þó það sé ekki nýtt er í lagi með það. En inn með nýja hugsun hvernig við förum að. Eréþer mjög sammála. Leiðist orðhengilsháttur.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 20:49

13 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

Er mest með hugann núna við fjörðinn minn fallega og læt allt annað mig litlu máli skipta, þetta fer allt einhvern veginn.

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 6.4.2009 kl. 20:56

14 identicon

Þakka góða bloggfærslu. (Ég lít hér oft við, en er ekki nógu duglegur að kvitta fyrir.)

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 22:07

15 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sveinn Takk takk.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.4.2009 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

99 dagar til jóla

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 110755

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband