Hann ber mikla ábyrð

Hann var við stjórnvölinn í ríkisstjórn og utan ríkisstjórnar. Hann réði ferðinni og allt var gert eins og hann vildi. Hann lítillækkaði fólk og hæddi, angraði og mæddi eftir því sem honum datt í hug hverju sinni. Hann hefur kostað okkur ómælda fjármuni og gerir enn. Hver þorði að andmæla og segja eins og var. Ef einhver gerið svo var honum eða henni refsað með stæl.

Og enn er klappað fyrir honum. Hann vekur aðdáun og fólk hyllir hann. Bráðum fara treflarnir fyrir augunum að gisna og grímurnar að falla. Við munum hreinsa til og auka lýðræðið, ganga til liðs við meiri jöfnuð með inngöngu í ESB. Við munum skapa nýtt samfélag þar sem jafnaðarstefnan varðar veginn. Þannig munum við bæta fyrir þann skaða sem unninn hefur verið, græða sárin sem hafa opnast, byggja upp það sem hefur hrunið og horfa fram á veginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Aðeins þetta:

Takk fyrir góða og vandaða færslu, í henni felst mikill sannleikur.

Kveðja,

Kolbrún Bára

Kolbrún Bára (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 22:45

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Takk fyrir álit þitt Kolbrún Bára

Hólmfríður Bjarnadóttir, 2.4.2009 kl. 00:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

32 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 110485

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband