Evrópusinnar að segja sig úr Sjálfstæðisflokknum

Las um það hér á netinu að úrsögnum úr Sjálfstæðisflokknum hefði fjölgað nokkuð eftir Landsfund flokksins, vegna niðurstöðunar í Evrópumálunum 

Þessar fréttir koma mér ekki á óvart. Það hefði vakið mér meiri furðu ef hinn almenni flokksmaður hefði tekið ákvörðun landsfundar án viðbragða.

Almenningur á Íslandi er vel upplýstur um ástand mála og einnig um sitt nánasta umhverfi í Evrópu. Afkoman skiptir líka öllu og sá tími er liðinn að fólk sé tilbúið að fórna hverju sem er til að geta viðhaldið einhverjum gömlum klisjum.

Munurinn á okkur hér á Íslandi og almenningi í fátækari löndum er menntun, mikil og almenn þekking á málefnum umheimsins og meiri kjarkur til að hugsa og tjá sig.

Sá tími er einfaldlega liðinn að "leiðtogar" geti sagt fólki hvað sem er án gagnrýni. Þeir sem halda að hægt sé að leiða lýðinn áfram án athugasemda, eru ekki með á nótunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

31 dagur til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband