1.4.2009 | 12:49
Evrópusinnar að segja sig úr Sjálfstæðisflokknum
Las um það hér á netinu að úrsögnum úr Sjálfstæðisflokknum hefði fjölgað nokkuð eftir Landsfund flokksins, vegna niðurstöðunar í Evrópumálunum
Þessar fréttir koma mér ekki á óvart. Það hefði vakið mér meiri furðu ef hinn almenni flokksmaður hefði tekið ákvörðun landsfundar án viðbragða.
Almenningur á Íslandi er vel upplýstur um ástand mála og einnig um sitt nánasta umhverfi í Evrópu. Afkoman skiptir líka öllu og sá tími er liðinn að fólk sé tilbúið að fórna hverju sem er til að geta viðhaldið einhverjum gömlum klisjum.
Munurinn á okkur hér á Íslandi og almenningi í fátækari löndum er menntun, mikil og almenn þekking á málefnum umheimsins og meiri kjarkur til að hugsa og tjá sig.
Sá tími er einfaldlega liðinn að "leiðtogar" geti sagt fólki hvað sem er án gagnrýni. Þeir sem halda að hægt sé að leiða lýðinn áfram án athugasemda, eru ekki með á nótunum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
31 dagur til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.