Landbúnaðurinn og ESB

Hér er vitnað í skýrslu sem unnin var af Evrópusetri Háskólans á Bifröst í apríl 2008 fyrir Neytendasamtökin og heitir Hverju myndi ESB aðild breyta fyrir íslenska neytendur?

Í  kafla um Landbúnaðar og byggðastefna ESB segir;

Þegar kemur að samningum um landbúnaðarmál á alþjóðavettvangi þar með talið á vettvangi ESB, hefur sú breyting orðið að nú er litið svo á að hlutverk landbúnaðarins sé mun víðfeðmara heldur en aðeins að framleiða matvöru. Landbúnaður snýst nú einnig um vernd menningarverðmæta, umhverfismál, dýravernd, byggðaþróun, heilbrigðismál og öryggismál í matvælaframleiðslu. Taka þarf tillit til allra þessara þátta þegar samið er um landbúnaðarmálefni á alþjóðavettvangi.

Þarna eru mun fleiri þættir taldir sem flokkast sem landbúnaður og er það vel.

Umræða um og andstaða við landbúnaðarstefnu ESB felst í að landbúnaður á Íslandi verði lagður í rúst. Þar er um að ræða miklar rangtúlkanir og vanþekkingu. Auðvitað verða einhverjar breytingar, ekki nokkur ástæða til að neita því. En hver segir að þær verði til hins verra þegar grannt er skoðað. Ég vil leyfa mér að fullyrða að breytingarnar verði til mikilla bóta fyrir allt atvinnulíf út um land. Vísa ég þar til túlkunar ESB um HARÐBÝL SVÆÐI, sjá hér úr kaflanum;

Landbúnaður og matvörumarkaður í Finnland, Svíþjóð og Noregi.

þar segir; Í aðildarsamningum Norðurlandanna; Svíþjóðar, Finnlands og Noregs (Norðmenn felldu síðar aðildarsamninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu) féllst Evrópusambandið á að skilgreina landbúnað norðan 62. breiddargráðu sem heimskautalandbúnað. Viðurkenningunni fylgdi heimild til stjórnvalda í þessum ríkjum að styrkja innlendan landbúnað norðan 62. breiddargráðu umfram það sem tíðkast á öðrum svæðum innan ESB.

Það skal tekið fram að Ísland er allt norðan 62. breiddargráðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

31 dagur til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband