Tímamót í sögu þjóðar

Þessi helgi sem nú er að líða er að eiga sér stað stór tímamót í sögu þjóðarinnar. Jafnaðarmenn eru að taka forystuna í stjórnmálunum og hinn pólitíski hægri vængur er með stýfðar fjaðrir og búinn að missa flugið. Ný forysta jafnaðarmanna er skipuð tveim af sterkustu persónum þeirrar hugsjónar, þar sem saman fara eitilhörð kona með stálvilja, mikla hugsjón og gríðarlega reynslu. Henni til fulltingis er víðsýnn og velmenntaður karlmaður, með gríðarlega leiðtogahæfileika, mikla samskiptahæfileika og feikisterka og réttláta jafnaðarhugsjón.

Markmið Samfylkingarinnar eru að byggja hér upp réttlátt jafnaðarsamfélag sem tekur mið af Evrópska módelinu með sérstaka áherslu á Norðurlöndin. Að ganga til liðs við bandalag fullvalda þjóða í Evrópu og rétta þannig hlut lands og þjóðar eftir frjálshyggjubrölt liðina áratuga þar sem einkavinavæðing, flokksræði og misrétti hafa ráðið för. Ég horfi nú með bros á vör til bjartari tíma og bættra lífskjara.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Já óskandi er að ástandið muni batna hér fari svo að Samfylkingin verði leiðandi sem stærsti flokkur.

Hilmar Gunnlaugsson, 29.3.2009 kl. 00:23

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Tel miklar líkur á því

Hólmfríður Bjarnadóttir, 29.3.2009 kl. 02:06

3 identicon

Samfylkingin hefur staðið sig frábærlega og ég held að hún eigi eftir að gera miklu, miklu meira nú á næsta kjörtímabili. Þjóðin þarf á kröftum Samfylkingarinnar að halda. Það er eitt sem er á hreinu.

Hafðu annars góða nótt og njóttu dagsins á morgun.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 21:50

4 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Bros á móti.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 31.3.2009 kl. 21:51

5 identicon

Samfylkingin sýndi það á meðan hún var í stjórn með Sjallanum að þetta er gjörsamlega vonlaus flokkur og ekki hefur það skánað með VG .Hvað hafa þau gert fyrir heimilin og fyrirtækin. Nei eina sem þau hugsa um er uppgjöf og gefa Evrópusambandinu og þar með Bretunum landið okkar, ætlið þið aldrei að skilja það? Við þessi fámenna þjóð fáum engu að ráða í batteríinu. 

Benedikt Benediktsson (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 22:01

6 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

BB Hverju ráðum við núna, krónan ónýt, vertrygging há, vextir háir, kjörin á niðurleið, við að sigla inn í haftaflækur.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 31.3.2009 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

31 dagur til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband