29.3.2009 | 00:20
Tímamót í sögu þjóðar
Þessi helgi sem nú er að líða er að eiga sér stað stór tímamót í sögu þjóðarinnar. Jafnaðarmenn eru að taka forystuna í stjórnmálunum og hinn pólitíski hægri vængur er með stýfðar fjaðrir og búinn að missa flugið. Ný forysta jafnaðarmanna er skipuð tveim af sterkustu persónum þeirrar hugsjónar, þar sem saman fara eitilhörð kona með stálvilja, mikla hugsjón og gríðarlega reynslu. Henni til fulltingis er víðsýnn og velmenntaður karlmaður, með gríðarlega leiðtogahæfileika, mikla samskiptahæfileika og feikisterka og réttláta jafnaðarhugsjón.
Markmið Samfylkingarinnar eru að byggja hér upp réttlátt jafnaðarsamfélag sem tekur mið af Evrópska módelinu með sérstaka áherslu á Norðurlöndin. Að ganga til liðs við bandalag fullvalda þjóða í Evrópu og rétta þannig hlut lands og þjóðar eftir frjálshyggjubrölt liðina áratuga þar sem einkavinavæðing, flokksræði og misrétti hafa ráðið för. Ég horfi nú með bros á vör til bjartari tíma og bættra lífskjara.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:21 | Facebook
Um bloggið
31 dagur til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já óskandi er að ástandið muni batna hér fari svo að Samfylkingin verði leiðandi sem stærsti flokkur.
Hilmar Gunnlaugsson, 29.3.2009 kl. 00:23
Tel miklar líkur á því
Hólmfríður Bjarnadóttir, 29.3.2009 kl. 02:06
Samfylkingin hefur staðið sig frábærlega og ég held að hún eigi eftir að gera miklu, miklu meira nú á næsta kjörtímabili. Þjóðin þarf á kröftum Samfylkingarinnar að halda. Það er eitt sem er á hreinu.
Hafðu annars góða nótt og njóttu dagsins á morgun.
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 21:50
Bros á móti.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 31.3.2009 kl. 21:51
Benedikt Benediktsson (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 22:01
BB Hverju ráðum við núna, krónan ónýt, vertrygging há, vextir háir, kjörin á niðurleið, við að sigla inn í haftaflækur.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 31.3.2009 kl. 23:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.