Andstæðingar ESB blogga sigri hrósandi

Það fólk sem nú telur sjálfu sér trú um að ályktun Sjálfstæðisflokksins un Evrópumálin sé sterkt og gott plagg, eru að mínu mati að fagna of snemma. Athygli vekur að báðir formannsframbjóðendur tala nú eins og þeir séu andsnúnir umsókn og það er mikið gleðiefni einhverra.

Landsfundarfulltrúar eru örugglega margir í eldri kantinum og til að ná hylli þeirra í formannskjöri er betra að tala "rétt" Yngri hópurinn veit vonandi betur og tekur hlutunum eins og þeir koma fyrir hverju sinni. Svo má ekki gleyma LÍÚ elítunni sem ræður miklu og það er betra fyrir formannsefnin að hafa þá með sér, en á móti.

Umsókn um aðild að ESB verður lögð inn og formlegar viðræður hafnar innan tíðar. Það er ekki hægt að fresta því lengur, slíkt væri eins og að reyna að fá straumþunga á til að renna upp í móti. ESB er framtíð okkar íslendinga hvað sem afturhaldssinnar segja. Rökin í máli þeirra eru álíka haldgóð og í mótmælum bænda gegn símanum 1906.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Hólmfríður mín.

Þetta er erfið ákvörðun sem við þurfum að taka, við Íslendingar. Þ.e. hvort við ætlum að vera fyrir utan ESB eða innan bandalagsins. Þetta er mjög erfitt og stórt skref sem við þurfum að stíga. En ég held að okkar hagsmunum sé betur borgið utan við ESB. Hugsið ykkur t.d. bara landbúnaðinn og fiskimiðin? Þau færu öll í ákvörðunarferli hjá þeim í Brussel. Þetta er ekki gott.

En takk fyrir góða pistla og takk fyrir góðar kveðjur á mínu bloggi.

Kær kveðja.

Valgeir.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 15:45

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég er ekki svo sannfærður um þetta Hólmfríður. Mér finnst bara best að spyrja um þetta og fá svör skýr svör. Síðan tökum við afstöðu, með eða á móti.

Finnur Bárðarson, 28.3.2009 kl. 17:03

3 identicon

Valgeir minn þú ert skinsamur ,eins og talað út úr mínum munni og sem betur fer sér meiri hluti þjóðarinnar það,hvað myndi gerast ef við eyðilegðum matvælaframleiðsluna hér með inngöngu í ESB ,og eitthvað kæmi uppá úti í heimi sem lokaði á innflutning til okkar t.d. stríð eða farsóttir eða Bretarnir færu fram á að refsa okkur fyrir óhlýðni að einhverju tagi hvað gerir ESB þá,ertu nokkuð búin að gleyma því Hólmfríður með hverjum þeir stóðu þegar allt var komið í fár hjá okkur,þú ert kannski blind samfylkingakona. Nei Hólmfríður hvað ætlar þú að gera við bændur landsins ?  

tóðu ESB

Benedikt Benediktsson (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

95 dagar til jóla

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband