DA samtökin

Tólf spora kerfið sem upphaflega varð til hjá AA samtökunum, eftir því sem ég best veit, er frábært sjálfshjálparkerfi og hefur verið nýtt til að ná tökum á margskonar fíkn. Það eru góðar fréttir að nú skuli boðið upp á úrræði byggt á sporunum til að ráða við fíkn á borð við skuldir. Ráðlegg öllum þeim sem telja sig eiga erindi í hópinn, að skoða málið. Þarna eru leiðbeiningar til að hjálpa sér sjálfum og ein af grundvallarreglum allra samtaka sem byggja á tólf spora kerfi er, algjör trúnaður.


mbl.is Gegn skuldasöfnunaráráttu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Fríða mín.12 sporakerfið er frábært og hefur það hreinlega bjargað mörgum mannslífum.Fólk sem er í andlegu og fjárhags eða líkamlegu gjaldþroti getur flest notað 12 sporin til bata.Kveðja til þín og þíns fólks.Kveðja til syndibófans þíns sem var Idolið hans Hauks míns lengi vel

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 11:59

2 identicon

Þetta er örugglega frábært tæki, þ.e. 12 spora kerfið, en ég gat einhvern veginn ekki nýtt mér það. Ég var, ég veit það ekki...Held ég hafi bara verið of veikur andlega þegar ég var í sporunum. Ég held að maður verði að vera í svolitlu jafnvægi þegar að maður fer í gegnum sporin. En takk fyrir flott innlegg Fríða mín.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 14:03

3 Smámynd: Haukur Baukur

12 sporin eru snilld, og hafa hjálpað milljónum um allan heim í hinum ýmsustu samtökum.

Ég gæti ekki verið meira ósammála Valgeir, því fólk  finnur jafnvægið í þeirri vinnu sem sporin bjóða.  Það er galdurinn.  

Það fara fáir hressir til læknis

Haukur Baukur, 27.3.2009 kl. 15:34

4 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og ljúfar kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 27.3.2009 kl. 19:38

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Haugurinn, Stundum er fólk í þeim sporum heilsufarslega að jafnvel sporin duga ekki, svo er heldur ekki sama hvernig fólk er leitt af stað. Sporin eru frábær.

Birna ertu að meina Sævar eða Hjördísi

Hólmfríður Bjarnadóttir, 27.3.2009 kl. 21:38

6 identicon

Sævar.Haukur sá hann í kafarabúning og með stóran hníf.Bófar eru jú með hnífa eða það uppástóð stráksi,og Sævar var syndandi í sjónum með hníf.Syndibói

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 19:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

95 dagar til jóla

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband