26.3.2009 | 23:52
Tími umskipta er núna !
Nú er tími uppgjöra í stóru og smáu, tími rannsókna á því hvað fór úrskeiðis og hverjir brutu af sér. En það eru líka tími umskipta og stefnubreytingar svo uppbyggingin verði vönduð og framkvæmd af sanngirni, réttlæti og framsýni. Grunninn verðum við að treysta og velja svo vel efnið í húsið, fjöl fyrir fjöl svo allt falli vel og verði traust.
Það er afar ósennilegt eftir frjálshyggjuklúður og brask liðinna ára, að þjóðin velji sér áfram fulltrúa þeirrar stefnu til að fara með völdin í landinu. Að þjóðin velji ofurlauna og ójafnaðar fulltrúa með hugarfar frumskógarins í smá letri sinnar stefnu.
Það hljóta að verða jafnaðarmenn sem veljast til ábyrgðar, til að leggja línur framtíðar, til að rannsaka, endurskoða, byggja upp og rétta hlut hinna ofurseldu og skuldsettu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
32 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 110485
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kæra Hólmfríður, góðan dag á Hvammstanga
Ætli verði nokkrar breytingar, mannskepnan er alltaf eins og vill fara í sama farið líkt og ós sem velur sér leið til sjávar. Eina raunhæfa er að við á landsbyggðinni grípum núna tækifærið og byggjum okkur upp aftur, og svona gengur það hring eftir hring.
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 27.3.2009 kl. 07:06
Hæ Hólmfríður mín.
Langaði bara að kasta á þig góðri kveðju. Hafðu það sem best vinur og gangi þér æðislega vel í dag.
Bestu kveðjur norður.
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 09:46
Takk fyrir komentin. Það er alltaf von um að betur megi gera. Með grunni á ég við nýja stjórnarskrá og á þann grunn munum við svo byggja samfélag sem byggir á jafnaðarstefnu, réttindum allra og góðu regluverki sem veitir aðhald til athafna fyrirtækja og einstaklinga. Til þess að slít mark náist verða kjósendur að velja félagshyggjuflokk í kjörklefanum í vor. Ég mæli með Samfylkingunni.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 27.3.2009 kl. 11:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.