26.3.2009 | 23:31
ESB og fullveldi
ESB er bandalag fullvalda ríkja. Ísland er ekki fullvalda ríki nú um þessar mundir. Við erum frekar langt frá því að hafa fullt vald yfir okkar fjármálum, yfir okkar gjaldeyrisviðskiptum, yfir okkar hagkefi o. s. frv. Fullveldi okkar og sjálfstæði mundi aukast til muna við inngöngu í ESB.
Félagslegur jöfnuður mun aukast, réttarstaða launafólks styrkjast enn frekar, möguleikar til atvinnu uppbyggingar um land allt munu eflast til muna með því að Ísland mun njóta sérstakra styrkja sem veittir eru á harðbýl svæði norðan 62. breiddargráðu.
Fullveldi og sjálfstæði er ekki fólgið í einangrun lands og þjóðar, heldur í samstarfi við aðrar fullvalda og sjálfstæðar þjóðir sem styrkja hver aðra, veita hver annarri aukið frelsi og friðvænlegri framtíð. Með auknum stöðugleika mun öll áætlanagerð heimila og fyrirtækja loks verða marktæk, lífskjör munu batna og jöfnuður aukast.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.3.2009 kl. 04:24 | Facebook
Um bloggið
32 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 110485
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.