Fyrirtæki sem ekki fresta launahækkunum

Vilhjálmur Egilsson talar  um að verið sé að grafa undan samkomulaginu um frestun launahækkana. Það er ætíð svo að kjarasamningar segja til um að ekki megi greiða lægri laun en það sem um er samið. Fyrirtækjum er frjálst að gera betur og það er vissulega gott að einhver fyrirtæki séu í þeirri stöðu að frestun er óþörf. Þrýstinginn skapaði fyrirtækið HB Grandi sjálft með því að ákveða um arðgreiðslur.


mbl.is Samningur SA og ASÍ í uppnámi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vissulega eru mörg fyrirtæki sem verða að fresta launa hækkunum vegna þess einfaldlega að þau hafa ekki bolmagn til að greiða hærri laun en það eru til vel stödd fyrirtæki sem hafa vissulega bolmagn til þess að hækka laun starfsmanna sinna eins og t.d. ónefnt fyrirtæki sem ætlaði að greiða út himin háan arð til eigenda sinna. Það vitum við mjög vel. En þetta er mjög mjó lína og við það þurfa stjórnendur þessara fyrirtækja að reyna að vinna úr.

En gangi þér vel Hólmfríður mín og vertu hress. Það léttir lundina, ég er að reyna það líka. heheheh.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 21:34

2 Smámynd: Rögnvaldur Þór Óskarsson

Er bara að gera smá prufu..., en er samála hverju orði.

Rögnvaldur Þór Óskarsson, 25.3.2009 kl. 20:59

3 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Frestun tel ég vera brot á landslögum og á þessum erfiðustu tímum er ekki hægt að afsaka slíkt.

Hilmar Gunnlaugsson, 25.3.2009 kl. 22:47

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Hilmar, hvaða lög ert þú að vísa í. Ég skil vel að þú sér ekki sáttur við þessa gjörð og það eru fæstir. Það að vera ósáttur er ekki sama og lög.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 25.3.2009 kl. 23:17

5 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Ég tel að í kjarasamningum standi skýrt að launahækkunin beri að fara fram á tilsettum tíma. Þar sem slíkir samningar eru skoðaðir af lögfræðingum tel ég nokkuð ljóst að þarna er um lögbrot að ræða þó auðvitað þurfi að rannsaka það betur.

Hilmar Gunnlaugsson, 25.3.2009 kl. 23:38

6 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það er ný túlkun fyrir mér að einhver texti öðlist lagagildi við það að lögfræðingar lesi hann yfir. Frestunin hefur örugglega verið lesin yfir af lögfræðinum og er því samkvæmt þinni túlkun búin að öðlast lagagildi. Ég tek það skýrt fram að ég tel samþykktina nauðvörn ASÍ til að að viðhalda gildandi kjarasamningum.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 26.3.2009 kl. 01:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

96 dagar til jóla

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband