20.3.2009 | 00:37
Niðurfærsla skulda heimila og fyrirtækja
Niðurfærsla skulda heimila og fyrirtækja er mikið rædd núna og gjörningurinn er kallaður ýmsum nöfnum. Niðurfelling um 20% er sem stendur algengasta heitið. Hagsmunasamtök heimilanna leggja til að verðbætur verði færðar aftur til 01.01.08.
Lilja Mósesdóttir tala um að lækka hvert húsnæðislán um 4 milljónir. Þar mundi heimili köldum hagvaxtarsvæðum á landsbyggðinni bera mun meira úr býtum en heimili á þenslusvæðum. Það eru margar hliðar á málinu og vert að velta upp öllum flötum sem hægt er.
Það má samt ekki eyða og löngum tíma í vangaveltur því boltinn stækkar með hverjum deginum sem líður. Ég legg til að fólk taki þessa hluti til alvarlegrar skoðunar án allrar tilfinningasemi og finni leið sem gagnast sem allra flestum, gerið gagn og er einföld og fljótvirk í framkvæmd.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
32 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 110485
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Boltinn er því miður orðinn of stór. Það er búið að tala of mikið. Lausn Íslandsbanka er nú sú besta sem ég hef séð hingað til, einföldust og tekur engan tíma að koma í framkvæmd. Þeir miða bara við greiðsluseðilinn þinn 1. júní 2008.
Nei það var nú allt of auðvelt fyrir stjórnvöld.
Björn Finnbogason, 20.3.2009 kl. 00:48
Þetta er bara komið út í algjört rugl hérna heima. Það er nú bara þannig og engin veit neitt hvað gera skal. Þetta er fáránlegt.
En takk fyrir góða pistla Hólmfríður mín og gangi þér sem allra best.
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 04:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.