Byggjum upp Háskólasjúkrahúsið

Hefur þú lesandi góður, unnið á Heilbrigðisstofnun. Húsakostur LSP er orðinn vægast sagt afar lúinn og var byggður fyrir áratugum þegar sjúkrarúm og annar tækjabúnaður var mun smærri í sniðum. Þú ættir að prófa að hlynna að mikið veikum einstaklingi í svona þrengslum. Það er mjög erfitt og slítandi, að þurfa stöðugt að smeygja sér og troða milli rúms og veggjar.

Að reyna að sofa sem inniliggjandi manneskja í 5 manna stofu þegar tveir hrjóta einn stynur og annar talar upp úr svefni. Einu sinni var ég lögð inn á LSP við Hringbraut og var að bíða eftir minniháttar aðgerð. Var lögð inn á þröngan gang þar sem hægt var með góðum vilja að ganga við fótagafla rúmanna, sem var raðað svo þétt, að ætti að hlynna að manneskju í næsta rúmi, var rassinn á starfsmanninum aðeins feti frá mínum rúmstokk.

Hús eitt og sér bjargar kannski ekki mannslífum, en góð vinnuaðstaða, gott aðgengi stuðlar að betri aðhlynningu, heilbrigðara starfsfólki, lægri launakostnaði vegna veikinda þeirra. Fyrir nú utan hvað sjúklingum líður betur í þægilegu umhverfi, þar sem hægt að að nota öll hjálpartæki rétt þar sem svigrúm er nægt og fleira og fleira.


mbl.is Háskólasjúkrahús á áætlun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og ljúfar kveðjur...:0)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 18.3.2009 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

32 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 110485

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband