Meira um 20% niðurfellingu skulda

Þjóðin situr víst og reiknar í gríð og erg þessa dagana. Ástæðan hugmyndir um niðurfellingu 20% skulda heimila og fyrirtækja. Ég hef reynda ekki reiknað neitt, en segi enn og aftur að ef allar þær forsendur sem TÞH er með í sínum útskýringum eru réttar, þá er rétt að skoða málið. Ef forsendurnar standast ekki í raun og veru þá er málið dautt. Hef fengið útskýringar í löngu málu sem snúast aðallega um tilfinningar, en ekki bláköld rök svo ég er enn skotin í hugmyndinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Ben

Sæl Fríða.

Það er ágæt greining á þessu á eyjunni í dag, tekið úr fréttablaðinu. Þar er sýnt fram á að þetta geti kostað um 800 milljarða!

kv.

Einar Ben, 18.3.2009 kl. 08:32

2 identicon

Sæl verið þið

Niðurfelling skulda er nauðsynleg fyrir heimilin og snýst um jafnræði, innistæður voru tryggðar í hruninu (nema ákveðnir sjóðir) og því er nauðsynleg að beita þessu heilt yfir.

Ég vona að ekki verðið farið í eitt enn "kratíska kerfið" þar sem ákveðnum trössum/svindlurum er umbunað, Verkamannabústaðakerfið er t.a.m. eitt gleggsta dæmið þar um.

Mikið er ég feginn að Einar Ben fékk ekki framgang hjá Samf., og enn og aftur Fríða þá ertu greinilega í raungum flokk.

kv Steini

steini (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 11:36

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Einar, takk fyrir þessar upplýsingar og það getur breytt minni afstöðu ef ekki er búið að semja um afskriftir skulda milli bankanna (gömlu og nýju). Mér finnst hugmyndin samt sem áður góð og tel ekki rétt að henda henni í ruslið hér og nú.

Steini, mér þætti vænt um að þú kæmir fram undir fullu nafni svo ég viti að minnsta kosti við hvern ég er að spjalla. Ef þú telur þig þekkja mig, þú finnst mér skrítið að þú haldir að hægt sé að snúa mér eins og vindhana í pólitík. Ég er í réttum flokki og ætla að vera það áfram, bara svo þú vitir það væni minn. Verkamannabústaðakerfið er gott.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 18.3.2009 kl. 11:55

4 identicon

Mér lýst mjög vel á þessa hugmynd eins og þér Fríða, ég held að það muni kosta okkur minna þegar upp er staðið. Ég er sjálf er þó ekki með neinar stórkostlegar skuldir á bakinu en er aftur á móti í ábyrgð fyrir skuldum fyrirtækis sem fékk ekki lán nema að leggja fram fullkomið veð, auk veðsetningar í þeim tækjum sem tilheyra fyrirtækinu.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 12:08

5 identicon

Ég meina þessi 20% niðurfelling skulda kemur best við þá sem skulda mest en það kemur þeim sem skuldar minna ekkert til góða. Þannig að ég er á móti þessari leið. Þetta er mjög lélegt.

Knús á þig Hólmfríður mín.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 13:04

6 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Búin að taka þátt í skoðanakönnuninni þinni.

Kolbrún Baldursdóttir, 18.3.2009 kl. 13:10

7 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Jónína, já það eru margar hliðar á þessu öllu. Kolbrún gott að heyra frá þér

Hólmfríður Bjarnadóttir, 18.3.2009 kl. 16:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

32 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 110485

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband