Kostnaður við Stjórnlagaþing

Ég mundi ekki hafa áhyggjur af reikningskúnstum Íhaldsins varðandi stjórnlagaþingið. Auðvitað er það ekki ókeypis frekar en annað, en til að rétta af lýðræðiskúrsinn á Íslandi er ekki hjá því komist að fara í þetta verk. Ráðherraræðið er svo gríðarlegt að það er bara með ólíkindum. Hugsa sér að einn maður hafi vald til að ákvarða fiskveiðiheimildir fyrir heilt ár. Sú ákvörðun fer ekki til umræðu og atkvæðagreiðslu á Alþingi áður en veiðiheimildir eru gefnar út hverju sinni. Að slíkt vald sé falið einum manni er með ólíkindum. Hann talar um ráðleggingar vísindamanna og mikilvægi þess að vernda fiskistofnana og allt það. Alþingi tekur ekki þessa ákvörðun, heldur ráðherra og hann hefur til þess fulla heimild. Svona er lýðræðið á Íslandi í dag.

www.nyttlydveldi.is

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Stjórnlagaþingið mun hafa þau áhrif að lýðræðið verður meira á Íslandi og ráðherravald minnkar.  Það er þetta sem Sjálfstæðisflokkurinn óttast en ekki kostnaðurinn við Stjórnlagaþingið.  En þeir geta andað rólega, því litlar líkur eru til þess að þeir fari í ríkisstjórn á næstunni.

Jakob Falur Kristinsson, 16.3.2009 kl. 18:08

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Alveg rétt, þeir nota alla útúrkróka til að tefja þetta mál því þeir vita mætavel að valdahlutföllin munu breytast svo mjög við endurskoðun stjórnarskrár. Það sem við höfum í dag er sambærilegt við völd Danakonungs um 1870 eða svo. Þar er verið að tala um ráðherravaldið og svo er margt annað sem mun breytast. Við skulum ekki treysta neinu með Íhaldið fyrr en búið er að mynda stjórn eftir kosningar.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 16.3.2009 kl. 18:14

3 identicon

Já þú segir það Hólmfríður.

Ég myndi nú alveg vilja þetta stjórnlaga þing. Í annað eins hefur nú verið eitt hér á landi. Það er nú bara þannig. En samsetning þingræðisins er ekki góð hérna á Íslandi og mun aldrei verða. Það er nú bara þannig. Hafðu það sem best Hólmfríður mín.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 19:22

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hafið þið kynnt ykkur hvað stjórnlagaþing er?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 16.3.2009 kl. 20:22

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Heimir.

Já það hef ég gert og veit mjög vel hvað felst í því. Ef þörf er á þá get ég útskýrt það hér og þú segir bara til með það. Kannski veist þú það nú þegar og þá er það bara hið besta mál, en því miður eru sennilega margir sem ekki eru fyllilega meðvitaðir um málið. Ég er ein af þeim hóp sem stendur að síðunni www.nyttlydveldi.is

Hólmfríður Bjarnadóttir, 16.3.2009 kl. 20:29

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þið eruð fyndin.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 16.3.2009 kl. 20:38

7 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Hvaða glósur eru þetta um fyndni Heimir. Ég tel mig hafa góðann húmor, en sá ekki djókið í þessu, því miður. Það er afar léleg leið að þykjast geta talað til okkar með þessum hætt. Segir í raun mest um þig sem persónu því miður. Hér er verið að tala um einhvert mesta hagsmunamál til aukningar lýðræðis á Íslandi, sem mun gera samfélagið hér að raunverulegu lýðræðissamfélagi. Með virðingu fyrir rétti þegnanna til að hafa áhrif á málefni samfélagsins.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 16.3.2009 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

32 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 110485

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband