Ráðherravaldið gefur heimild til að stjórna með tilskipunum

Ég er ein af þeim fjölmörgu íslendingum sem ekki hafa á undanförnum árum gert sér grein fyrir því ógnarvaldi sem í raun er í höndum ráðherra í okkar ríkisstjórn. Svo rennur það upp fyrir mér einn daginn að ráðherrarnir okkar, þurfa ekki að spyrja kóng eða prest þegar þeir ákvaða hlutina. Dómsmálaráðherra hefur vald til að ráða þá dómara, lögreglustjóra, saksóknara og hvað þessi embætti heita öll, án þess að leita álits. Það hefði hinsvegar opinberað valdið mjög hastarlega og þess  vegna eru skipaðar sérfræðinganefndir sem við höldum að hafi einhverja raunverulega þýðingu og einhver raunveruleg völd. Sannleikurinn er hinsvegar sá að þetta er einskonar lýðræðisleiktjald fyrir okkar kjósendur.

Valdið er hjá ráðherra hvað sem nefnd eða annar umsagnaraðili segir og gerir. Nýtt dæmi sannar það svo ekki verður um villst. Skorum á stjórnvöld að efna til Stjórnlagaþings. 

Skrifum undir áskorun á www.nyttlydveldi.is

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þetta með Ráðherra vald og val. Þetta er náttúrulega bara rugl. Mér finnst að þetta eigi að vera mesta valdið hjá Alþingi sjálfu. En ekki bara hjá einum manni.

En þetta er álit mitt Fríða mín.

Hafðu það sem best.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 18:39

2 identicon

Nákvæmlega dómsmálaráðherra hefur vald til þess að ráða dómara, lögreglustjóra, saksóknara og fleira og fleira heldur þú ekki að það sé freistandi að hygla vinum og ættingjum þegar maður hefur þessi völd. Ég hef alltaf sagt að dómskerfið er rotið og ég fer ekki ofan af því að það er hægt að vinna mál hversu fáránlegt sem það er, ef þú ert innan réttu klíkunnar eða ættarinnar og með réttu lögfræðingana sem eiga réttu vinina.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

31 dagur til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband