14.3.2009 | 18:30
Ótti Sjálfstæðismanna við Stjórnlagaþing
Til þess liggja margar ástæður að Sjálfstæðismenn finna því allt til foráttu að efnt verði til stjórnlagaþings til að endurskoða stjórnarskrána.
Ein ástæðan er sú að þeir vita fullvel að það gríðarlega ráðherravald sem nú er til staðar, veðrur afnumið í núverandi mynd. Vald ráðherra er nú sambærilegt við vald Danakonungs á ofanverðir 19. öld.
Nú er búið að skipta konungsvaldinu niður í sneiðar eins og tertu, á milli ráðherraembætta. Sjávarútvegsráðherra hefur valt til að úthluta kvóta til veiða við Íslandsstrendur.
Það er gríðarlega mikilvægt fyrir Sjálfstæðisflokkurinn að haldi þessu embætti með óbreyttum völdum svo hægt sé að gera eins og LÍÚ er þóknanlegt. Kvótaúthlutun er ekki ákveðin á Alþingi, ekki á ríkisstjórnarfundi, það er ráðherra sem tekur ákvörðun.
Er ekki vilji okkar að breyta þessu. Skrifum undir áskorun til stjórnvalda um að efna til stjórnlagaþings til að endursoða Stjórnarskrána, sjá hér www.nyttlydveldi.is
Þar eru nú tæplega 7.600 nöfn og það vantar fleiri - miklu - miklu fleiri.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:33 | Facebook
Um bloggið
148 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.7.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 110694
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ja hérna hér. Bara öll í pólitíkinni!!!
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 18:36
Hólfríður, hræðsla íhaldsins við valdamissi skín í gegnum allt þeirra tal og þeirr gjörðir. Þeir halda bara að almenningur sé svo vitlaus að hann skilji það ekki. Og kannski er það raunin. Við höfum látið íhaldið fara með okkur eins og vanvita og meðal annars er þess vegna allt komið í kalda kol. Framsókn missti tökin þegar sambandið féll, LÍÚ verður áfram til á meðan við breytum ekki kvótakerfinui, stjórnlagaþing er það rétta í stöðunni í dag. Krafa mín er bara þessi; aldrei aftur íhaldið.
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 15.3.2009 kl. 09:58
Ég er heldur ekki viss um að fólk geri sér grein fyrir því hvað ráðherravaldið er gríðarlegt.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 15.3.2009 kl. 18:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.