Fjárhættuspil og Kaupþing

Þessar fréttir eru mun óhuggulegri en marga óraði fyrir. Hér verður að kalla eftir alþjóðlegri rannsókn hjá Interpol og það strax. Er það virkilega svo að viðskiptasiðferðið sé orðið í órafarlægð. Að venjulegt fólk sem efnast verulega, telji að aukinn peningaeign veiti því rétt til að raka til sín milljörðum, á þeim forsendum að það eigi hlutabréf í fjármálafyrirtæki. Ríkisstjórnin verður að bregðast hart við og gefa út verulega auknar heimildir til rannsókna á öllu viðskiptalífinu.

Oft var þörf en nú er nauðsyn að stíga fast á bremsur og endurmeta stefnuna. Að taka til í samfélaginu öllu eins og það leggur sig, að setja almennar skýrar reglur um meðhöndlun fjármuna, um almenna viðskiptahætti. Viðskiptahættir sem eru í raun ekki annað en risastórt fjárhættuspil, mega ekki og eiga ekki að viðgangast á Íslandi.

 


mbl.is 500 milljarðar til eigenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Hólmfríður mín.

Mér varð nú bara um og ó þegar ég sá þessar fréttir á stöð 2. Þetta er rosalegt ef rétt reynist. Ég er búin að vera viðlogandi Kaupþing sem viðskiptavinur allt mitt líf og maður hreinlega spyr sig. Hvað er að? Ég meina það er eitthvað mikið en lítið að í rekstri þessara félaga. Það er alveg eitt sem er á hreinu. En ég verð alltaf viðskiptavinur bankans, sama hversu djúpt hann fer. Það er alveg á hreinu.

Hafðu það sem best Hólmfríður mín og gangi þér rosalega vel.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 06:49

2 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Ég skipti um banka á síðasta ári eftir að Kaupþing sýndi sitt rétta andlit. Fari þeir fjandans til og ég óska fólki þess eins að í þetta þýfi náist og að menn verði settir bak við lás og slá.

Rúnar Þór Þórarinsson, 8.3.2009 kl. 09:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband