7.3.2009 | 01:46
Hvað kostar að halda ekki Stjórnlagaþing ??
Sjálfstæðismenn fara hamförum gegn frumvarpi um Stjórnlagaþing, sem formenn allra hinna flokkanna á Alþingi hafa lagt fram. Hugmyndaflugið og rökin eru reyndar fremur léttvæg, því afar erfitt getur reynst að finna eitthvað sem mælir gegn auknu lýðræði á Íslandi.
Nú hefir Birgir Ármannsson komið fram með það hugarfóstur sitt, að Stjórnlagaþingið verði svo kostnaðarsamt, geti kostað 1,5 miljarða. Hvaða upphæðir og útreikningar liggja þar til grundvallar, veit ég ekki.
Mig langar hins vegar til að spyrja hvað þetta talnaspaka fólk heldur að það muni kosta að ganga ekki í þetta mikla þarfa verk. Heldur þetta fólk virkilega að þjóðin sætti sig við áframhaldandi flokksræði og ráðherraofríki. Við stjórnarfar Danaveldis frá ofanverðri 19. öld með konungs - ofurvaldi sem nú er skipt milli ráðherra í ríkisstjórn Íslands eins og tertu í barnaafmæli.
Lesið ykkur til um Stjórnlagaþing á www.nyttlydveldi.is þar sem vönduð lögfræðileg rök fyrir nauðsyn þess eru lögð til grundvallar. Þar er líka hægt að skrifa undir áskorun til stjórnvalda um að efna til Stjórnlagaþings.
![]() |
Stjórnlagaþing fyrir 1,5 milljarða? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:48 | Facebook
Um bloggið
242 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl Hólmfríður mín.
Mér findist bara mjög gott ef að þetta stjórnlaga þig yrði sett á laggirnar. Mjö gott. Ég veit annars ekki hvort að það myndi breyta einhverju. En til væri ég í að prófa það hvernig svona stjórnlaga þing er í framkvæmd.
Eigðu rosalega góðan dag Hólmfríður mín.
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 10:12
Heyrðu Valgeir - Veistu ekki hvort stjórnlagaþing og ný stjórnarskrá sem af því leiðir og mögulega nýtt form lýðveldis á Íslandi muni hafa eitthvað að segja? Mikið óskaplega ertu orðinn daufur í dálkinn og ólíklegur til stórræðanna ef það vekur ekki með þér áhuga og bjartsýni.
Það að breyta einni einustu línu í stjórnarskránni gæti haft veruleg áhrif, hvað þá að yfirfara hana alla. Og hvað þá að forma nýtt lýðveldi með aðskilnaði framkvæmda- löggjafar- og dómsvalds fyrir fullt og fast?
Rúnar Þór Þórarinsson, 8.3.2009 kl. 09:32
Og svo gleymdi ég - Birgir Ármannsson má hoppa upp í rassgatið á sér og týnast þar. Nenni ekki að hafa fleiri orð um þann ónytjung.
Rúnar Þór Þórarinsson, 8.3.2009 kl. 09:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.