3.3.2009 | 16:57
Hvernig ríkisstjórn eftir kosningar !!
Stjórnmálaflokkar á Íslandi hafa undanfarin ár gengið til kosninga með opinn faðminn gagnvart samstarfi við aðra í myndun ríkisstjórnar eftir kosningar. Nú tel ég að kjósendur vilji geta valið sér stjórnarmynstur í kjörklefanum. Eins og allir vita er val á þingmönnum afar takmarkað í kjörklefanum eins og kosningareglur eru nú. Ég tel raunar að það sé ekki trúverðugt að breyta þeim reglum korteri fyrir kosningar og muni í raun litlu skila, nema ef til vill því að tefja skipan Stjórnlagaþings.
Ég tel afar brýnt að núverandi stjórnar flokkar gefi út skírar línur hvað þetta varðar og það mætti Framsókn gera líka, ef flokkurinn vill láta taka mark á sér. Núverandi stjórnarflokkar geta hugsanlega náð meirihluta, ef eindregin yfirlýsing um áframhaldandi samvinnu liggur fyrir. Til að Samfylkingin sé trúverðug þá er brýn nauðsyn að útiloka stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokk eftir kosningar.
Til að við fáum að kjósa á mun lýðræðislegri hátt til Alþingis í framtíðinni er nauðsynlegt að skora á stjórnvöld að efna til stjórnlagaþings um endurskoðun stjórnarskrár og kosningareglna.
Burt með gamaldags flokkaveldi.Nýtt lýðveldi - skrifa undir áskorun HÉR
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
241 dagur til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.