Hvernig framtíð viljum við ??

Við þurfum ný gildi og nýtt samfélagsform. Samfélag sem byggir á virku lýðræði, virkum jöfnuði og virkum mannréttindum. Ég segi virku og meina það.

Ég vil að lýðræðið virki þannig að ákvarðanir séu teknar af fólkinu í landinu á sem breiðustum grundvelli hverju sinni og einræðisvald ákveðinna embætta eins og ráðherra í ríkisstjórn, heyri sögunni til.

Ég vil að þegnarnir geti verið öruggir um sína afkomu á hverju sem gengur í þeirra lífi. Geti gengið að einföldu félagslegu kerfi ef atvinnumissir, veikindi eða önnur áföll verða, en þurfi ekki að klofa yfir misstórar gaddvírsflækjur til að leita réttar síns eins og nú er.

Ég vil að mannréttindi séu virt á þessu landi, fyrir þegna þessa lands og þegna annarra landa sem óska eftir búsetu hér. Þá er ég að tala um einfaldar og skýrar reglur, en ekki þann flókabendil sem nú er í gildi og fólk af öðrum þjóðernum hefur liðið mjög fyrir.

Grunnurinn er það sem byrja skal á þegar byggt er nýtt samfélag.

Skorum á stjórnvöld að efna til stjórnlagaþings um endurskoðun stjórnarskrár og kosningareglna.

Burt með gamaldags flokkaveldi.

Nýtt lýðveldi  -  skrifa undir áskorun  HÉR

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

241 dagur til jóla

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 110606

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband