19.2.2009 | 16:03
Tónlistarhúsið - verkinu framhaldið!
Ég fagna því að vinnu við byggingu Tónlistarhússins við Reykjavíkurhöfn skuli fram haldið. Þar er verið að setja umtalsverða fjármuni í uppbyggingu, sem ella hefði farið í að greiða atvinnuleysisbætur til hundraða einstaklinga. Auðvitað verður að koma til meira fjármagn, en á það ber að líta að Tónlistarhúsið er stærsta einstaka framkvæmdin sem stendur, sem við getum kallað uppbyggingu á Menningartengdri Ferðaþjónustu.
Tónlist er stór partur af okkar menningu og þarna er verið að gera þeim parti mjög hátt undir höfði, sem er afar verðugt. Þeir sem koma hingað til að sækja viðburði í Tónlistarhúsinu, munu skila umtalsverðum gjaldeyri inn í hagkerfið okkar. Við skulum bera höfuðið hátt og nýta okkar menningu til að laða að okkur ferðamenn. Ferðaþjónustan er okkar vaxtabroddur, við skulum nýta hann á vandaðan hátt.
Nýtt lýðveldi - skrifa undir áskorun HÉR
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
238 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég dauðsé efir öllu hafnarplássinu sem mér skilst að eigi að fara undir bílastæðishús og vil að það grunnurinn verði grafinn upp og aðstöðunni verði ætlað fyrir skútur og minni skip. Þakka kveðjuna frá þér.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 19.2.2009 kl. 17:07
Bara frábær Hólmfríður að þessu skuli vera áfram haldið. Þetta klúður hefði ekki átt sér stað ef að Samfylkingin hefði fengið að ráða bæði í borginni og landsmálunum.
Það er alveg eitt sem er á hreinu.
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 17:36
Sammála þér Fríða, enda var verkið hafið og borg og ríki nauðug, viljug að klára þetta. Má deilda um alla þessa fjármuni í eitt verk í svona ástandi en var ekki umflúið. Skapar í leiðinni 600 störf. Það er ekki lítið.
Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 00:04
Úr því sem komið er mun vera betra að ljúka við tónlistarhúsið -þó ekki nema til þess að hálfkarað stórhýsið við höfnina verði ekki fleinn í þjóðarsálinni um ókomin ár.
Ef verstu spár rætast er þó spurning hvort nokkur fái nokkru um það ráðið...
Hildur Helga Sigurðardóttir, 20.2.2009 kl. 00:19
Það ætti að bíða með framkvæmdir við tónlistahúsið, reikna má með að af þessum 600 sem "eiga" að fá vinnu við það séu starfsmenn sem sjá um smíði á allskonar hlutum erlendis. Síðan ætti öllum að vera það ljóst að þessi bygging mun vera baggi á þjóðinni til frambúðar því ekki mun verða þar framleiðsla sem skilar arði heldur sogar til sín peningum. Mun farsælla hefði verið að ráðast í tímabært viðhald á húsnæði í eigu ríkisins "t.a.m. St Jósefsspítaala" sem eru viðhaldsþurfi. Einnig hefði mátt fara í framkvæmdir til að auka öryggi í umferðarmálum.
Eins og venjulega velja stjórnmálamenn vitlausutu leiðina.
kv
Steini
Steini (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 09:23
Ágætis punktur hjá Steina varðandi störfin, heyrði það einmitt í mörgum að margur iðnaðarmaðurinn hefur miklar áhyggjur af því að fengið verði "ódýrarar" vinnuafl í þetta verk. Þá auka menn vandann í stað þess að leysa hann. Verð svo í sambandi við þig Fríða.
Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 15:30
Sæl Hólmfríður
Ég er þér hjartanlega sammála. Ég hefði reyndar viljað fullklára húsið að utan og staldra svo við og bíða með að kaupa allan þann dýra búnað sem þarf að kaupa þegar farið er í gang með innréttingarnar.
En ok, hvort það er fullklárað eða ekki þá er þetta rétt ákvörðun og ég styð hana heilshugar. Nú verður að halda áfram á þessari braut. Eina leiðin til að koma okkur úr út þessari kreppu og fjöldaatvinnuleysi er að handsnúa efnahagslífinu í gang. Eina atvinnugreinin sem hægt er að handsnúa í gang er byggingaiðnaðurinn. Með því að setja fjármuni inn í hann þá skapast fullt af störfum, ekki bara á byggingavinnustöðunum heldur líka í verslunum, hjá sendibílastöðvunum, skipafélögunum, málningarverksmiðjunum, steypustöðvunum o.s.frv.
Þetta veit Obama í USA og þess vegna ganga hans efnahagsáætlanir meira og minna út að setja í gang vekefni við viðhaldi og önnur verkefni tengd byggingariðnaðinum. Allar þjóðir hafa notað byggingariðnaðinn til að vinna sig út úr kreppum. Hvar annar staðar er hægt að skapa þúsundir starfa með fjármunum um leið og þeir eru lagðir fram? Störf sem búa til verðmæti sem nýtast síðan samfélaginu um ókomin ár.
Auðvita safna opinberir aðilar skuldum vegna slíkra aðgerða. Þegar efnahagslífið réttir út kútnum þá munu þessir opinberu aðilar hverfa út af byggingamarkaðnum og borga upp sínar skuldir. Þá er ekki þörf aðgerða eins og þessara að byggja tónlistarhús í miðri kreppunni.
Það er gott að vita til þess að eftir öll áföllin eru að koma fram á sjónarsviðið stjórnmálamenn sem eru byrjaðir að átta sig á stöðunni og eru að taka réttar ákvarðanir.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 21.2.2009 kl. 00:13
Ég er sammála Friðrik að best væri að klára húsið að utan og staldra við. Ég vona að ekki verði lagðir of miklir peningar í dýrar innréttingar erlendis frá. Við hér heima eigum góð innréttingarfyrirtæki og góða smiði og að sem flestir hefðu vinnu hér heima og þyrftu ekki að flýja land ætti að stefna að.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 21.2.2009 kl. 16:36
Nákvæmlega - kanski ok að klára húsið að utan - loka fyrir veðri og vindum oþh hinkra svo og sjá til - við getum ekki rekið Sinfóníuhljómsveit Íslands og hvað þá svona batterí og það á timum sem nú eru kanski framundan - notum peninginn í annað fjölbreitlegra fyrir all þá sem eru án vinnu og eða þurfa aðstoð
Jón Snæbjörnsson, 23.2.2009 kl. 15:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.